Sníðum stakk eftir vexti: 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana

Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir það höldum við úti 182 ríkisstofnunum og nokkur hundruð rekstrareiningum til viðbótar á sveitastjórnarstiginu. Viðskiptaráð leggur fram 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana með fjórum tegundum aðgerða: samrekstri, faglegum sameiningum, hreinum sameiningum og aflagningu starfsemi. Gangi tillögurnar eftir væri hægt að fækka ríkisstofnunum um 112 – úr 182 niður í 70. Þannig myndu umtalsverðir fjármunir sparast og þjónusta hins opinbera batna vegna faglegs ávinnings sameininga.

Lesa skoðun

Tillögurnar skiptast í fjóra flokka:

  • Samrekstur. Með því að auka samrekstur á sviði framhaldsskóla, safna, menningarstofnana, heilsugæslna, dómstóla, sýslumanna og lögreglu er hægt að veita hærra hlutfalli fjármuna til kjarnastarfsemi.
  • Faglegar sameiningar. Hægt er að fækka örstofnunum sem starfa innan sama málaflokks með sameiningum á sviðum borgaralegra réttinda, stuðningi við heyrna-, tal- og sjónskerta, tæknilegs eftirlits, umhverfis- og auðlindastjórnunar og atvinnuþróunarmála.
  • Hreinar sameiningar. Umfangsmikil tækifæri eru til að sameina stofnanir sem sinna hlutverkum sem skarast í dag. Má þar nefna landgræðslu, fiskirannsóknir, háskólastarfsemi, markaðseftirlit, lögreglustarfsemi, fjármálastöðugleika, samgöngumál, landmælingar og saksóknir.
  • Aflagning. Stefna ætti að niðurlagningu Umboðsmann skuldara, ÁTVR, Íbúðalánasjóðs, Þróunarsamvinnustofnunar og Bankasýslu ríkisins og færa verkefni þeirra ýmist til annarra aðila eða leggja þau niður.

Í skoðuninni kemur eftirfarandi einnig fram:

  • Góð reynsla af sameiningum. Sameiningar lögreglu- og skattembætta sýna að bæði faglegur og rekstrarlegur ávinningur skapast, en þjónusta beggja aðila batnaði í kjölfar sameininga þrátt fyrir samdrátt í fjárheimildum á sama tíma.
  • Einnig tækifæri á sveitastjórnarstigi. Auk fækkunar ríkisstofnana mætti sameina sveitarfélög, samræma eftirlitsstarfsemi á landsvísu og auka samrekstur í leik- og grunnskólum. 
  • Aðhaldskrafa fylgi breytingum. Við sameiningar er lágmarkskrafa að fjárheimildir sameinaðra stofnana fari ekki fram úr samlögðum fjárheimildum þeirra sem fyrir voru. Sé fjárhagslegur ávinningur fyrirséður ætti að fylgja samsvarandi hagræðingarkrafa.

Tengd umfjöllun:

Tengt efni

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023

Viðskiptaráð ítrekar ábendingar um atriði sem stríða gegn almannahagsmunum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (167. mál).
20. okt 2022

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022