Stendur ríkið í vegi fyrir bættum námsárangri?

Ríkið stendur fyrir bókaútgáfu hér á landi til grunn- og gagnfræðaskóla undir merkjum Menntamálastofnunar. Samkeppnisforskot Menntamálastofnunar á þessum markaði er slíkt að í reynd mætti tala um lögbundna einokun. Sambærilegt fyrirkomulag þekkist ekki hjá þeim þjóðum sem við berum okkur hvað oftast saman við, hvort sem horft er til Norðurlandaþjóðanna eða annarra Vestur-Evrópuþjóða. Þetta fyrirkomulag dregur úr hvata til framþróunar námsgagna og stendur þannig með beinum hætti í vegi fyrir bættum námsárangri íslenskra nemenda.

Námsárangur íslenskra grunnskólanema fer versnandi og stóðu nemendur hér á landi sig slakast af öllum nemendum á Norðurlöndum í samræmdum könnunum PISA 2015. Mikil tækifæri eru til staðar til að breyta núverandi fyrirkomulagi og þannig bæta samkeppnisstöðu íslenskra nemenda.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á fyrirkomulagi námsgagnaútgáfu á Íslandi.

Skoða úttekt

Tengt efni

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022

Ekki svigrúm til aukinna útgjalda

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun
16. maí 2022