Vinnumarkaðslegur ómöguleiki

Nú um áramót losnuðu 82 kjarasamningar og síðar á árinu losna enn fleiri samningar. Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs er fjallað um kjaramálin af því tilefni. Þar kemur meðal annars fram að:

  • Allir eru sammála um að laun, ekki síst þau lægstu, eigi að vera sem hæst. Laun verða þó að endurspegla efnahagslegan veruleika.
  • Reynslan sýnir að það er þrautinni þyngra að hækka laun ákveðinna hópa umfram aðra. Ómögulegt er að uppfylla kröfur allra samtímis.
  • Tekjujöfnuður á Íslandi var sá mesti í Evrópu árið 2016 og hvergi er hlutdeild tekjulægstu 20% í ráðstöfunartekjum á Norðurlöndunum jafn há og hér á landi.
  • Eitt af því sem hefur verið nefnt til að auka jöfnuð enn meira er mikil hækkun skattleysismarka. Ef skattleysismörk yrðu um 300.000 kr. á mánuði þyrfti að hækka skattprósentur upp í 60-70% svo tekjur hins opinbera haldist óbreyttar.
  • Slíkar skattbreytingar í bland við þær krónutöluhækkanir sem krafist hefur verið myndi þýða að áttunda launatíund hefði einungis 33% hærri ráðstöfunartekjur en sú fyrsta.
  • Kröfugerðir sumra stéttarfélaga gera ráð fyrir tugprósenta launahækkunum á vinnustund á skömmum tíma sem er í engu samræmi við efnahagslegan veruleika enda er hlutur launafólks í verðmætasköpun hér á landi sá mesti meðal þróaðra ríkja.
  • Verði launahækkanir í engum takti við stöðu efnahagsmála raunin hafa þær óhjákvæmilega í för með sér skaðlega þróun, hvort sem er í formi verðbólgu, atvinnuleysis eða erlendrar skuldsetningar.
  • Til að bæta kjör landsmanna er hægt að fara fleiri leiðir en með launhækkunum. Til dæmis er hægt að auka sveigjanleika vinnutíma, endurskoða almannatrygginga-, bóta- og tekjuskattkerfi auk þess að leita leiða til að leysa úr húsnæðisskortinum hraðar.

Smelltu hér til að lesa skoðunina

Tengt efni

Umsagnir

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020
Útgáfa

Haglíkan í skugga COVID-19

Hversu þungt verður höggið? Viðskiptaráð Íslands hefur sett fram einfalt ...
27. apr 2020
Umsagnir

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020