Vinnumarkaðslegur ómöguleiki

Nú um áramót losnuðu 82 kjarasamningar og síðar á árinu losna enn fleiri samningar. Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs er fjallað um kjaramálin af því tilefni. Þar kemur meðal annars fram að:

  • Allir eru sammála um að laun, ekki síst þau lægstu, eigi að vera sem hæst. Laun verða þó að endurspegla efnahagslegan veruleika.
  • Reynslan sýnir að það er þrautinni þyngra að hækka laun ákveðinna hópa umfram aðra. Ómögulegt er að uppfylla kröfur allra samtímis.
  • Tekjujöfnuður á Íslandi var sá mesti í Evrópu árið 2016 og hvergi er hlutdeild tekjulægstu 20% í ráðstöfunartekjum á Norðurlöndunum jafn há og hér á landi.
  • Eitt af því sem hefur verið nefnt til að auka jöfnuð enn meira er mikil hækkun skattleysismarka. Ef skattleysismörk yrðu um 300.000 kr. á mánuði þyrfti að hækka skattprósentur upp í 60-70% svo tekjur hins opinbera haldist óbreyttar.
  • Slíkar skattbreytingar í bland við þær krónutöluhækkanir sem krafist hefur verið myndi þýða að áttunda launatíund hefði einungis 33% hærri ráðstöfunartekjur en sú fyrsta.
  • Kröfugerðir sumra stéttarfélaga gera ráð fyrir tugprósenta launahækkunum á vinnustund á skömmum tíma sem er í engu samræmi við efnahagslegan veruleika enda er hlutur launafólks í verðmætasköpun hér á landi sá mesti meðal þróaðra ríkja.
  • Verði launahækkanir í engum takti við stöðu efnahagsmála raunin hafa þær óhjákvæmilega í för með sér skaðlega þróun, hvort sem er í formi verðbólgu, atvinnuleysis eða erlendrar skuldsetningar.
  • Til að bæta kjör landsmanna er hægt að fara fleiri leiðir en með launhækkunum. Til dæmis er hægt að auka sveigjanleika vinnutíma, endurskoða almannatrygginga-, bóta- og tekjuskattkerfi auk þess að leita leiða til að leysa úr húsnæðisskortinum hraðar.

Smelltu hér til að lesa skoðunina

Tengt efni

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Klæðlausar Kjarafréttir

Enn og aftur eru nýju fötin sem Keisarinn fékk frá Kjarafréttum í efnisminni ...
20. okt 2022