Staða efnahagsmála á Íslandi - uppfærð skýrsla

Skýrsluna má nálgast hér

2011.04.15-Status-report-forsidaFrá falli bankanna í október 2008 hefur íslenskt efnahagslíf gengið í gegnum margskonar breytingar. Vegna skorts á upplýsingagjöf til erlendra aðila hafa þeir sjaldnast heildaryfirsýn yfir þessar breytingar og stöðu mála. Því hefur Viðskiptaráð staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis frá haustinu 2008 The Icelandic Economic Situation - Status report. Af henni má ráða að þrátt fyrir fjölmörg vandamál þá er hagkerfið enn stöndugt á flesta mælikvarða.

Viðskiptaráð hefur með reglubundnum hætti gefið út þessa skýrslu og þá með sérstaka áherslu á þá viðburði sem fara hæst hverju sinni. Nýjasta útgáfan er sú þrettánda í röðinni og hefur hún tekið töluverðum efnislega breytingum frá þeirri siðustu, auk þess sem mörgum gröfum og myndum hefur verið bætt við. Hluta af nýlegri skýrslu ráðsins Tökumst á við tækifæri – atvinnulíf til athafna var t.a.m. bætt við. Þá hefur Viðskiptaráð reglulega gefið út samhliða skýrslunni glærur þar sem stiklað er á stóru. Nýjasta útgáfa þeirra og skýrslunnar verða ávallt aðgengilegar hér.

Þessi skýrsla er fyrst og fremst hugsum sem safn upplýsinga, tilvísana og hlekkja í vefsíður og gögn annarra aðila frekar en greining á þróun og stöðu efnahagsmála. Í skýrslunni er að finna efni frá margvíslegum aðilum t.a.m. um:

  • Fall og endurskipulagningu bankakerfisins
  • Utanríkissamskipti
  • Breytingar á hinu pólitíska landslagi
  • Stöðu hagkerfisins, t.d. skuldastöðu þjóðarbúsins, verðbólgu, atvinnuleysi, krónuna og skattabreytingar
  • Icesave samkomulagið, þjóðaratkvæðagreiðslurnar, ESA ferlið og rök gegn ríkisábyrgð
  • IMF áætlunina
  • Úrvinnslu á skuldavanda fyrirtækja og heimila
  • Aðildarferlið að Evrópusambandinu

Til að fá allar frekari uppfærslur af skýrslunni er hægt að skrá sig hér.

Nánari upplýsingar veitir Björn Þór Arnarson - hagfræðingur, í síma 510-7107

Tengt efni

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun miðla af reynslu sinni og ...
26. maí 2010