Viðskiptaþing 2014: Upplýsingarit Viðskiptaráðs um alþjóðageirann

Í upplýsingarit Viðskiptaráðs um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi, sem gefið var út á Viðskiptaþingi rétt í þessu, er fjallað um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja við eflingu hans. Þá er farið yfir tækifæri og áskoranir í umhverfi slíkrar starfsemi hérlendis út frá dæmisögum fjögurra ólíkra fyrirtækja innan alþjóðageirans.

Ritið var tekið saman á síðustu vikum af starfsmönnum ráðsins og fjórum vinnuhópum sem í sátu fulltrúar fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi.

Tækifæri og áskoranir Novellus, Oryx, Magna og Externa
Til að fjalla um rekstrarumhverfi alþjóðafyrirtækja af ólíkri stærð og gerð á sem aðgengilegastan og einfaldastan hátt er í upplýsingaritinu notast við dæmisögur af fjórum ólíkum fyrirtækjum innan alþjóðageirans. Hér er yfirlitsglæra sem lýsir fyrirtækjunum stuttlega.

Hvað er alþjóðageirinn og hvað fellur undir hann?
Hér má sjá tvær glærur þar sem fjallað er um skilgreiningu á því hvað fellur undir alþjóðageirann og gefa þær hugmynd um innihald og viðfangsefni upplýsingaritsins.

Af hverju skiptir öflugur alþjóðageiri máli?
Hér má sjá tvær af þeim glærum í upplýsingaritinu þar sem farið er yfir ástæður þess að öflugur alþjóðageiri skipti máli fyrir framtíðarþróun hagkerfisins. 

 

Eins og sjá má glöggt á glærunum hefur alþjóðageirinn snertifleti í öllu hagkerfinu, en til þess að innlend fyrirtæki geti keppt á erlendum mörkuðum þarf rekstrarumhverfið að vera alþjóðlega samkeppnishæft. Á Íslandi hafa innviðir samfélagsins og menntunarstig eflst mikið og sökum smæðar landsins er ákveðinn sveigjanleiki og þróttur til staðar. Lega landsins býður einnig upp á tengsl við marga og fjölbreytta markaði, en helstu áskoranirnar felast í haftaumhverfi sem að verður að teljast óhagstætt fyrir alþjóoðlega starfsemi.

Tækifærin eru aftur á móti sannarlega til staðar og það er von Viðskiptaráðs að upplýsingaritið og umræða á Viðskiptaþingi megi nýtast til þess að byggja upp alþjóðlegt atvinnulíf sem svo stuðlar að hagkerfið vaxi á sjálfbæran máta.

Upplýsingaritið er aðgengilegt hér.

Tengt efni

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021

Tækifæri á virkum verðbréfamarkaði

Fimmtudaginn 11. október fer fram þriðji og jafnframt síðasti fundur í fundarröð ...
11. okt 2012