Finnur kynnti 90 tillögurnar

Í ræðu sinni á 90 ára afmæli Viðskiptaráðsins í dag kynnti Finnur Oddson 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands.

Finnur sagði meðal annars “90 tillögum Viðskiptaráðs má lýsa sem stefnuskrá ráðsins. Sumar eru sjálfsagðar en aðrar umdeildar, en höfuðmarkmið þeirra er að ýta við umræðu sem hefur það að markmiði að styrkja samkeppnishæfi Íslands. Tillögunum er beint til stjórnvalda með það fyrir augum að gera umhverfi atvinnulífs á Íslandi einfaldara, skilvirkara og réttlátara.  Þannig má efla íslenskt samfélag, öllum til heilla.”

Flokkarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

   - Stefna og langtímamarkmið
   - Stjórnsýsla
   - Skattaumhverfi
   - Fjármál hins opinbera
   - Vinnumarkaður og lífeyrismál
   - Viðskiptaumhverfi og fjármálaþjónusta
   - Mennta- og heilbrigðismál
   - Atvinnumál
   - Lágmörkun ríkisrekstrar
   - Utanríkismál

Það er von okkar að tillögurnar verði stjórnvöldum, bæði þingmönnum í stjórn og stjórnarandstöðu, hvatning til dáða við uppbyggingu á samkeppnishæfni Íslands, sem ætti að vera keppikefli allra sem okkar ágæta land byggja.

90 tillögur að bættri samkeppnishæfni má nálgast hér

Ræðu Finns má finna hér

Glærur Finns má finna hér

Tengt efni

Ákvörðun sem kostað hefur íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða

Að innleiða regluverk, sem sniðið er að milljóna manna þjóðum, með meira ...
2. okt 2023

Fjaðramegn ræður flugi

Góð skattkerfi byggja á fyrirsjáanleika. Stöðugleiki skiptir miklu máli þegar ...
28. nóv 2022

Halli kjörinn á þing

Kjósendur eiga betra skilið en óljósa forgangsröðun eða að ríkið rýri eignir og ...
24. sep 2021