Hollráð um heilbrigða samkeppni gefin út

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands buðu til útgáfufundar í morgun þar sem leiðbeiningar í samkeppnisrétti voru gefnar út undir heitinu Hollráð um heilbrigða samkeppni - Leiðbeiningar til fyrirtækja. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir opnaði fundinn með ávarpi. Í kjölfarið fylgdu hugvekjur um samkeppnismál, en þar fóru með erindi Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Helga Melkorka Óttarsdóttir, meðeigandi og framkvæmdastjóri LOGOS.

Myndir af fundinum

Leiðbeiningarnar má finna hér.

Tengt efni

Skýrsla aðalfundar 2020

Viðskiptaráð hefur gefið út skýrslu aðalfundar 2020 en í henni má finna ...
12. feb 2020

Hollráð um heilbrigða samkeppni

Leiðbeiningar í samkeppnisrétti litu dagsins ljós í morgun undir heitinu Hollráð ...
23. apr 2018

Morgunverðarfundur: Viðskiptasiðferði og hlutverk háskólanna

Þriðjudaginn 18. október næstkomandi stendur Viðskiptaráð Íslands, Félag ...
18. okt 2011