The Icelandic Economy - 1F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.

Af ýmsu er að taka frá síðustu útgáfu sem kom út um miðjan október. Í skýrslunni er fjallað um hagþróun síðustu mánaða, samkeppnishæfni, uppbyggingu hagkerfisins, stofnanaumgjörð og markmið nýrrar ríkisstjórnar.

Ætla má að efnahagsbatinn hafi verið kröftugur upp á síðkastið en vísbendingar þess efnis eru minnkandi atvinnuleysi, meiri atvinnuþátttaka, líflegir eignamarkaðir ásamt aukinni einkaneyslu og utanríkisviðskiptum. Skammtímahagvísar gefa auk þess til kynna að horfur séu góðar og bjartir tímar séu framundan með auknum fjölda ferðamanna og kröftugum hagvexti.

Lesa skýrsluna

Úr skýrslunni

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum og fyrir lítið, opið hagkerfi er nauðsynlegt að upplýsingagjöf til erlendra aðila sé öflug. Skýrslan er því send til fyrirtækja, alþjóðastofnana, opinberra aðila og viðskiptaráða víðs vegar um heiminn.

Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni. Nánari upplýsingar veitir hagfræðingur ráðsins, Elísa Arna Hilmarsdóttir (elisa@vi.is).

Tengt efni

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan ...
30. apr 2024

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023

Icelandic Economy 4F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
13. okt 2022