Viðskiptaráð hefur gefið út hina árlegu skýrslu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi. Að þessu sinni er einnig fjallað ítarlega um efnahagsáhrif COVID-19 hér á landi. Útgáfan er í glæruformi með áherslu á myndræna framsetningu.