Icelandic Economy 3F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.

Í nýútgefinni skýrslu Viðskiptaráðs er fjallað um hagþróun síðustu mánaða, skammtímahagvísa, samkeppnishæfni Íslands, uppfærslu FTSE Russell á íslenska hlutabréfamarkaðinum, uppbyggingu hagkerfisins og stofnanaumgjörð, svo eitthvað sé nefnt.

Hagtölur gefa til kynna að efnahagsbatinn hafi verið kröftugur síðustu mánuði og að hagkerfið hafi tekið hratt við sér eftir faraldurinn. Þó má merkja töluverð áhrif vegna stríðsins í Úkraínu, sem endurspeglast meðal annars í aukinni óvissu á eignamörkuðum, hækkandi hrávöruverði og aukinni verðbólgu en til að mynda hefur olíuverð og álverð hækkað til muna. Skammtímahagvísar gefa þó til kynna að horfur séu almennt góðar og bjartir tímar séu fram undan með kröftugum hagvexti, aukinni innlendri eftirspurn og auknum fjölda ferðamanna.

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum og fyrir lítið opið hagkerfi er nauðsynlegt að upplýsingagjöf til erlendra aðila sé öflug. Skýrslan er því send til fyrirtækja, alþjóðastofnana, opinberra aðila og viðskiptaráða víðs vegar um heiminn.

Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni. Nánari upplýsingar veita hagfræðingar ráðsins, Elísa Arna Hilmarsdóttir (elisa@vi.is) og Gunnar Úlfarsson (gunnaru@vi.is).

Tengt efni

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023

Icelandic Economy 4F 2022

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
13. okt 2022