The Icelandic Economy - 4F 2021

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan er á ensku og fjallar um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi.

Þetta er í annað sinn sem skýrslan er gefin út ársfjórðungslega og af ýmsu að taka frá síðustu útgáfu sem kom út í júlí. Hagkerfið heldur áfram að taka við sér, eignamarkaðir eru líflegir og Seðlabankinn hefur hækkað vexti enn á ný.

Í skýrslunni er fjallað um hagþróun síðustu mánaða og hún sett í samhengi við fyrri útgáfur skýrslunnar.  Álykta má að efnahagsbatinn hafi verið kröftugur upp á síðkastið en sem vísbendingar þess efnis má benda á minnkandi atvinnuleysi, bata í ferðaþjónustu, aukna einkaneyslu og vöxt í fjárfestingu. Þá eru nýjar fréttir af aflamarki í loðnu mjög jákvæðar fyrir hagkerfið. Ísland er, eins og flestir þekkja, háð utanríkisverslun og hefur alþjóðleg þróun bæði kosti (t.d. hækkandi álverð) og galla (t.d. vöruskort) sem mun ráða töluverðu um þróunina næstu mánuði. Þó óvissa sé mikil og nokkuð sé í land, má þó almennt segja að skammtímahorfur séu góðar.

Þá er umfjöllun skýrslunnar um samkeppnishæfni, uppbyggingu hagkerfisins og stofnanaumgjörð með svipuðum hætti og í fyrri útgáfum.

Lesa skýrsluna

Skjáskot úr skýrslunni

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum og fyrir lítið, opið hagkerfi er nauðsynlegt að upplýsingagjöf til erlendra aðila sé öflug. Skýrslan er því send til erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og hjá hinu opinbera víðs vegar um heiminn.

Viðskiptaráð býður upp á kynningar á skýrslunni. Hafa má samband við hagfræðing ráðsins, Konráð S. Guðjónsson (konrad@vi.is), fyrir nánari upplýsingar.

Tengt efni

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023