Leiðin á heimsleikana

Innlendi þjónustugeirinn er stærsti hluti íslenska hagkerfisins og jafnframt sá hluti þess sem veikast stendur gagnvart grannríkjum þegar kemur að framleiðni. Í ritinu „Leiðin á heimsleikana: aukin framleiðni í innlendum rekstri“ er litið með heildstæðum hætti á þær áskoranir sem innlendur rekstur stendur frammi fyrir og lagðar fram tillögur um lausnir svo að Ísland standi betur að vígi í alþjóðlegum samanburði.

Sækja ritið

Í ritinu kemur meðal annars fram:

  • Megináskoranir fyrirtækja í innlendum rekstri eru smæð hagkerfisins, óstöðugleiki í efnahagsmálum, viðskiptahindranir og óskilvirk regluverks- og stofnanaumgjörð.
  • Hömlur á alþjóðaviðskipti, óhagkvæm skattheimta og samkeppnisraskanir stjórnvalda draga úr samkeppni og þar með framleiðni.
  • Reglubyrði hefur farið ört vaxandi og kemur það sérstaklega niður á litlum fyrirtækjum.
  • Skilvirkni og innbyrðis samræmi í verklagi við framfylgni reglna hefur mikið að segja um þann kostnað sem af reglusetningu hlýst.
  • Bæði fjárhagslegur og faglegur ávinningur myndi felast í fækkun opinberra stofnana.

Tengt efni

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022

The Icelandic Economy - 3F 2021

Viðskiptaráð hefur birt nýjustu útgáfu The Icelandic Economy. Skýrslan er á ...
21. júl 2021