Leiðin á heimsleikana

Innlendi þjónustugeirinn er stærsti hluti íslenska hagkerfisins og jafnframt sá hluti þess sem veikast stendur gagnvart grannríkjum þegar kemur að framleiðni. Í ritinu „Leiðin á heimsleikana: aukin framleiðni í innlendum rekstri“ er litið með heildstæðum hætti á þær áskoranir sem innlendur rekstur stendur frammi fyrir og lagðar fram tillögur um lausnir svo að Ísland standi betur að vígi í alþjóðlegum samanburði.

Sækja ritið

Í ritinu kemur meðal annars fram:

  • Megináskoranir fyrirtækja í innlendum rekstri eru smæð hagkerfisins, óstöðugleiki í efnahagsmálum, viðskiptahindranir og óskilvirk regluverks- og stofnanaumgjörð.
  • Hömlur á alþjóðaviðskipti, óhagkvæm skattheimta og samkeppnisraskanir stjórnvalda draga úr samkeppni og þar með framleiðni.
  • Reglubyrði hefur farið ört vaxandi og kemur það sérstaklega niður á litlum fyrirtækjum.
  • Skilvirkni og innbyrðis samræmi í verklagi við framfylgni reglna hefur mikið að segja um þann kostnað sem af reglusetningu hlýst.
  • Bæði fjárhagslegur og faglegur ávinningur myndi felast í fækkun opinberra stofnana.

Tengt efni

Fréttir

Myndband: Hið opinbera: tími til breytinga

Á Viðskiptaþingi 2015 var sýnt myndband sem fjallar um meginskilaboð nýs rits ...
27. feb 2015
Skýrslur

Viðskiptaráð Íslands í 100 ár - Hátíðarrit á netinu

Glæsilegt hátíðarrit er nú opið öllum landsmönnum á rafrænu formi en ritið var ...
19. des 2017
Skýrslur

Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út rit um stöðu ...
17. okt 2014