Leiðin að aukinni hagsæld

Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gaf út skýrslu um íslenska hagkerfið árið 2012. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar.

Leiðin að aukinni hagsæld

Meðfylgjandi er samantekt á ritinu sem skiptist í þrjá kafla:

1. Niðurstöður McKinsey skýrslunnar

  • Þegar skýrsla McKinsey kom út hafði Ísland glímt viðvarandi viðskiptahalla og lága framleiðni.
  • McKinsey lagði fram stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og stuðla að tilfærslu vinnuafls yfir í alþjóðageirann, þar sem vaxtartækifæri eru meiri.

2. Hagþróun frá útgáfu

  • Vel hefur gengið að viðhalda ytra jafnvægi síðustu ár með lækkun erlendra skulda í kjölfar hagfelldra nauðasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna og viðskiptaafgangi.
  • Útflutningur hefur hins vegar vaxið hægt og orðið einsleitari en ferðaþjónusta stendur nú undir þriðjungi heildarútflutnings. Þetta er öfugt við markmið McKinsey um hraðan og fjölbreyttan útflutningsvöxt.
  • Ísland er enn langt frá því að brúa framleiðnibilið gagnvart grannríkjum. Í stað hærri framleiðni vinnuafls hefur vinnuframlag Íslendinga aukist enn frekar miðað við samanburðarlönd.

3. Hvernig var skýrslunni fylgt eftir?

  • Samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs hefur um þriðjungur umbótatillagna sem mótaðar voru í kjölfar McKinsey skýrslunnar verið innleiddur á þeim þremur árum sem liðin eru.
  • Framvindan er mismikil eftir ólíkum hlutum hagkerfisins. Vel hefur gengið við að innleiða þær tillögur sem snúa að þjóðhagsrammanum, alþjóðageiranum, innlendri þjónustu og opinberri þjónustu.
  • Hins vegar hefur lítil framvinda átt sér stað í auðlindageiranum. Það er varhugavert, sérstaklega í ljósi þess að geirinn stendur undir bróðurparti af útflutningstekjum Íslands og aukningu þeirra undanfarin ár.

Tengt efni

Greinar

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020
Fréttir

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Konráð S. Guðjónsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Steinar Þór Ólafsson er ...
30. jún 2020
Greinar

Hugvit leyst úr höftum

Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla ...
30. ágú 2016