Íslenskt efnahagslíf: Staða, þróun og horfur

Ný skýrsla á ensku um íslenskt efnahagslíf sem ber heitið „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“ hefur nú verið gefin út. Þar er fjallað um stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag, nýlega atburði í stjórnmálum, viðskiptalífi og efnahagslífi síðustu missera og langtímahorfur í hagkerfinu.

Skýrsluna má nálgast á þessari slóð

Í skýrslunni er m.a. fjallað um eftirfarandi atriði:

  • Alþjóðlega stöðu varðandi samkeppnishæfni og landframleiðslu
  • Stöðu innlenda hagkerfisins, m.a. varðandi vinnumarkað og skuldir hins opinbera og einkaaðila
  • Þróun í peningamálum, verðbólgu og gengisbreytingar
  • Utanríkisviðskipti og erlendar skuldir
  • Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í utanríkis- og skattamálum
  • Fjármagnshöftin og áhrif þeirra á hagkerfið
  • Stór fjárfestingarverkefni í ferðaþjónustu, kísiliðnaði og fleiri greinum
  • Fjármálakerfið, aðgengi að fjármagni og þróun á eignamörkuðum
  • Framtíðarhorfur m.t.t. erlendra skulda og langtímahagvaxtar

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum umtalsverðar breytingar á síðustu árum. Á sama tíma hefur upplýsingagjöf til erlendra aðila um stöðu efnahagsmála á Íslandi verið af skornum skammti. Frá haustinu 2008 hefur Viðskiptaráð því reglulega gefið út skýrslu á ensku um stöðu efnahagsmála hérlendis. Skýrslan er send til um 2.200 erlendra tengiliða í fyrirtækjum, alþjóðastofnunum, systursamtökum Viðskiptaráðs og stjórnkerfum annarrra ríkja víðs vegar um heim.

Skýrslan er nú öllum aðgengileg á nýjum vef Viðskiptaráðs. Þá verður glærukynning á efni skýrslunnar gefin út í byrjun ágúst.

Skýrsluna má nálgast á þessari slóð

Tengt efni

Ný útgáfa hagskýrslunnar „The Icelandic Economy 2017"

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments ...
11. ágú 2017

The Icelandic Economy 2016

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments ...
22. júl 2016

The Icelandic Economy

Ný útgáfa skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments ...
15. júl 2015