Hvað er fjármagnstekjuskattur?

Fjármagnstekjuskattur hefur mikið verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni hefur Viðskiptaráð tekið saman stutt myndband um fjármagnstekjuskatt. Þar kemur fram að fjármagnstekjuskattur er lagður á eignatekjur fólks eins og vexti, leigutekjur, söluhagnað og arðgreiðslur. Skattprósentan í dag er 22% og hefur hækkað úr 10% á innan við áratug, þar með talið um 2 prósentustig um síðustu áramót.

Nokkrar ástæður eru fyrir því að skattprósenta fjármagnstekjuskatts er minni en af launatekjum. Í fyrsta lagi er þegar búið að greiða 20% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækja, auk annarra skatta, þegar einstaklingur greiðir skatt af arðgreiðslum.

Fyrr á árinu gaf Viðskiptaráð út skoðun um fjármagnstekjuskatt. Þar er fjallað nánar um samspil verðbólgu, ávöxtunar og fjármagnstekjuskatts. Þar kemur meðal annars fram að fjármagnstekjuskattur er hærri eftir því sem verðbólga er meiri sem þýðir auknar tekjur til ríkissjóðs og þannig verður minni hvati fyrir stjórnvöld til að halda aftur af verðbólgu. Þá eykur núverandi fjármagnstekjuskattur sveiflur í ávöxtun og hvetur til áhættusækni. Vegna þessara atriða hefur verið boðuð endurskoðun á stofni fjármagnstekjuskatts.

Tengt efni

Hagvöxtur eða hugmyndafræðilegir sigrar?

Allt frá hruni bankakerfisins hefur legið fyrir að mikil uppstokkun væri ...
11. mar 2010

Skattstofnar að gefa eftir?

Nú þegar greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta þriðjung ársins liggur fyrir er ...
24. jún 2010

Fyrirtækjasamsteypur í íslensku umhverfi. Ræða eftir Þór Sigfússon á fundi FVH 13. maí 2004

Þegar skoðuð er útrás íslenskra fyrirtækja kemur í ljós að þau fyrirtæki sem náð ...
13. maí 2004