Sólin rís í austri og skattahækkanir eru fleiri en lækkanir

Um áramót voru gerðar 18 skattahækkanir og 6 skattalækkanir. Ný þrepaskipting tekjuskatts tók gildi fyrir einstaklinga og bankaskattur á fjármálafyrirtæki var lækkaður. Fyrir hverja skattalækkun bætast við þrjár til hækkunar.

Tenglar

    Um áramót tóku gildi 24 skattbreytingar samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs, þar af 18 skatthækkanir og 6 lækkanir. Sé litið aftur til ársins 2007 hefur aðeins um fjórðungur skattbreytinga verið til lækkunar á sköttum eða 77 talsins af 313 breytingum. Þetta þýðir að fyrir hverja skattalækkun bætast að jafnaði þrjár til hækkunar. Alls voru 313 breytingar gerðar á tímabilinu þar af 236 skattahækkanir. Því má ætla að litlar breytingar verði á stöðu Íslands með næsthæstu skattbyrði (að undanskildum almannatryggingum) OECD ríkja. 

    Helstu breytingar um áramótin 

    Þær breytingar voru gerðar á skattkerfinu á síðasta ári að nýju skattþrepi var bætt við með þeim afleiðingum að skattbyrði á einstaklinga minnkaði. Skattprósenta þess er 35,04% að meðtöldu útsvari (miðað er við vegið meðaltal útsvars á landinu öllu). Í öðru þrepi er skattprósentan 37,19% og 46,24% í því þriðja. Persónuafsláttur lækkaði frá fyrra ári og á þessu ári er hann 54.628 kr. á mánuði, en sú lækkun vegur ekki upp á móti lækkun neðsta skattþreps. 

    Tryggingagjald lækkaði um 0,25 prósentustig líkt og á síðasta ári, úr 6,60% í 6,35%. Almennt tryggingagjald lækkar úr 5,15% í 4,90%, en aðrir liðir eru óbreyttir. 

    Flestar skattahækkanir á síðasta ári voru vegna krónutölugjalda, en þau hækkuðu flest sem nemur verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands (2,5%). Sem dæmi um krónutölugjöld sem hækkuðu má nefna kolefnisgjald, útvarpsgjald og gjöld á áfengi og tóbak.  

    Talsverðar hækkanir á öllu tímabilinu 

    Frá árinu 2007 hafa skattahækkanir á hverju ári verið fleiri en skattalækkanir. Hér til hliðar er yfirlit yfir breytingar á sköttum undanfarin ár. Þegar á heildina er litið, má meðal annars sjá eftirfarandi (krónutölugjöld eru á nafnvirði):  

    • Gjöld á neftóbak hafa nærri því ellefufaldast 
    • Fjármagnstekjuskattur hefur ríflega tvöfaldast 
    • Erfðafjárskattur hefur tvöfaldast 
    • Kolefnisgjöld á bensín, gas- og dísilolíu og brennsluolíu hafa um fjórfaldast
    • Tryggingagjald er enn um fimmtungi hærra en það var árið 2007 
    • Útvarpsgjald hefur hækkað um tæplega fjórðung 

     

    Tengt efni

    „Við þurfum raunsæja nálgun“

    Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
    23. nóv 2023

    Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

    „Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
    4. des 2023

    Má aðstoða hið opinbera? 

    „Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
    4. mar 2024