Sólin rís í austri og skattahækkanir eru fleiri en lækkanir

Um áramót voru gerðar 18 skattahækkanir og 6 skattalækkanir. Ný þrepaskipting tekjuskatts tók gildi fyrir einstaklinga og bankaskattur á fjármálafyrirtæki var lækkaður. Fyrir hverja skattalækkun bætast við þrjár til hækkunar.

Tenglar

  Um áramót tóku gildi 24 skattbreytingar samkvæmt úttekt Viðskiptaráðs, þar af 18 skatthækkanir og 6 lækkanir. Sé litið aftur til ársins 2007 hefur aðeins um fjórðungur skattbreytinga verið til lækkunar á sköttum eða 77 talsins af 313 breytingum. Þetta þýðir að fyrir hverja skattalækkun bætast að jafnaði þrjár til hækkunar. Alls voru 313 breytingar gerðar á tímabilinu þar af 236 skattahækkanir. Því má ætla að litlar breytingar verði á stöðu Íslands með næsthæstu skattbyrði (að undanskildum almannatryggingum) OECD ríkja. 

  Helstu breytingar um áramótin 

  Þær breytingar voru gerðar á skattkerfinu á síðasta ári að nýju skattþrepi var bætt við með þeim afleiðingum að skattbyrði á einstaklinga minnkaði. Skattprósenta þess er 35,04% að meðtöldu útsvari (miðað er við vegið meðaltal útsvars á landinu öllu). Í öðru þrepi er skattprósentan 37,19% og 46,24% í því þriðja. Persónuafsláttur lækkaði frá fyrra ári og á þessu ári er hann 54.628 kr. á mánuði, en sú lækkun vegur ekki upp á móti lækkun neðsta skattþreps. 

  Tryggingagjald lækkaði um 0,25 prósentustig líkt og á síðasta ári, úr 6,60% í 6,35%. Almennt tryggingagjald lækkar úr 5,15% í 4,90%, en aðrir liðir eru óbreyttir. 

  Flestar skattahækkanir á síðasta ári voru vegna krónutölugjalda, en þau hækkuðu flest sem nemur verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands (2,5%). Sem dæmi um krónutölugjöld sem hækkuðu má nefna kolefnisgjald, útvarpsgjald og gjöld á áfengi og tóbak.  

  Talsverðar hækkanir á öllu tímabilinu 

  Frá árinu 2007 hafa skattahækkanir á hverju ári verið fleiri en skattalækkanir. Hér til hliðar er yfirlit yfir breytingar á sköttum undanfarin ár. Þegar á heildina er litið, má meðal annars sjá eftirfarandi (krónutölugjöld eru á nafnvirði):  

  • Gjöld á neftóbak hafa nærri því ellefufaldast 
  • Fjármagnstekjuskattur hefur ríflega tvöfaldast 
  • Erfðafjárskattur hefur tvöfaldast 
  • Kolefnisgjöld á bensín, gas- og dísilolíu og brennsluolíu hafa um fjórfaldast
  • Tryggingagjald er enn um fimmtungi hærra en það var árið 2007 
  • Útvarpsgjald hefur hækkað um tæplega fjórðung 

   

  Tengt efni

  Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

  Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
  27. jún 2022

  Skattadagurinn 2022: Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra

  Ávarp Bjarna Benediktssonar á Skattadegi Viðskiptaráðs, Deloitte og SA, 13. ...
  13. jan 2022

  Vandrötuð umræða um stærsta efnahagsmálið

  Þróun vaxta og tekna, ásamt fólksfjölda og íbúðabyggingum, mun áfram hafa mikið ...
  4. nóv 2021