Um GVÍ

Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands (GVÍ) er sjálfstæð gerðardómsstofnun sem hefur umsjón með úrlausn ágreiningsmála. GVÍ heyrir undir Viðskiptaráð Íslands, en er sjálfstæður í starfsemi sinni hvað varðar umsjón með ágreiningsmálum. GVÍ samanstendur af stjórn og skrifstofu.

GVÍ er ekki úrlausnaraðili og leysir ekki úr ágreiningsmálum.

Hlutverk og verkefni GVÍ eru meðal annars:

  • umsjón með innlendum og alþjóðlegum ágreiningsmálum
  • skipun gerðarmanna að beiðni málsaðila
  • að standa og beita sér fyrir kynningu og upplýsingagjöf um málefni sem tengjast gerðarmeðferð og gerðardómsrétti

Nánari upplýsingar um gerðardóminn eru gefnar á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands. Skrifstofan hefur jafnframt milligöngu um samband við stjórn dómsins og tekur á móti beiðnum um gerðarmeðferð.

Stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands

Í stjórn gerðardómsins sitja: Baldvin Björn Haraldsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Gunnar Sturluson, Halla Björgvinsdóttir og Marta Guðrún Blöndal.

Baldvin Björn HaraldssonFormaður
Eiríkur Elís Þorláksson
Gunnar Sturluson
Halla Björgvinsdóttir
Marta Guðrún Blöndal

Framkvæmdastjóri Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands

Framkvæmdastjóri GVÍ er Agla Eir Vilhjálmsdóttir.

Agla Eir VilhjálmsdóttirFramkvæmdastjóri GVÍ