
Viðskiptaráð fagnar markmiðum frumvarps um breytingar á stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki en varar við íþyngjandi skilyrðum og skorti á fyrirsjáanleika. Ráðið bendir á að íþyngjandi kröfur samkvæmt frumvarpinu geti dregið úr nýsköpun og verðmætasköpun. Þá leggur ráðið áherslu á að afgreiðslufrestir …
30. janúar 2026

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um áform um frumvarp til laga um innleiðingu á aðlögunarkerfi við landamæri vegna kolefnis (CBAM). Ráðið gagnrýnir kerfið og telur það vera viðbragð við samkeppnishalla sem ETS-kerfið hefur skapað evrópskum fyrirtækjum. Að mati ráðsins bætir CBAM við þegar flókið og …
30. janúar 2026

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um lagareldi, sem ætlað er að styrkja lagaramma greinarinnar og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Ráðið fagnar markmiðum frumvarpsins um heildstæða löggjöf, skilvirkari stjórnsýslu og aukinn fyrirsjáanleika. Ráðið gerir athugasemdir …
27. janúar 2026

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja ósanngjarna og kostnaðarsama byrði á Ísland sem eyríki. Reglugerðin muni veikja samkeppnishæfni landsins, hækka flutningskostnað og bitna á fyrirtækjum og neytendum, án nægilegs gagnsæis um hvernig gjöld eigi að nýtast til …
13. janúar 2026

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf er lykilforsenda áframhaldandi vaxtar greinarinnar, aukinnar samkeppnishæfni og stöðugs rekstrarumhverfis.
16. desember 2025

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem ætlað er að festa hlutdeildarlánakerfið í sessi. Skammur fyrirvari er á málinu og ekki liggja fyrir fullnægjandi greiningar á áhrifum þess. Breytt staða á lánamarkaði ætti jafnframt að gefa tilefni til að endurskoða …
15. desember 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að atvinnustefnu Íslands til 2035. Tryggja þarf jafnræði á milli atvinnugreina og fyrirsjáanleika fyrir atvinnulífið. Of víð og ósamstæð stefna getur grafið undan markmiðum um aukna verðmætasköpun. Viðskiptaráð hvetur því stjórnvöld til að einfalda …
8. desember 2025

Viðskiptaráðs styður að neytendum verði veitt aukið frelsi til að ráðstafa útvarpsgjaldinu með þeim hætti sem þeir kjósa. Ganga mætti enn lengra og veita fólki frelsi til að ráðstafa öllu gjaldinu til annarra fjölmiðla ef það svo kýs. Samkeppnisstaða á fjölmiðlamarkaði er skökk, sem hefur leitt til …
8. desember 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til skoðunar skýrslu starfshóps forsætisráðherra um embættismannakerfið. Þar koma fram ýmsar tillögur sem valda ráðinu áhyggjum og sem eru til þess fallnar að rýra vald ráðherra, draga úr sveigjanleika stjórnvalda og auka enn frekar við ríka vernd embættismanna í starfi.
4. desember 2025

Þrátt fyrir að skattheimta á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði nema fyrirhugaðar skattahækkanir næsta árs 25 milljörðum króna. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Ráðið leggur fram sex tillögur til að betrumbæta frumvarpið.
28. nóvember 2025

Rammaáætlun hefur hvorki leitt til aukins gagnsæis né sáttar í samfélaginu um orkunýtingu. Þvert á móti hefur kerfið skapað óvissu, tafir og hindranir í nauðsynlegri orkuöflun til að tryggja betri lífskjör. Viðskiptaráð telur brýnt að löggjafinn endurmeti grundvallarforsendur kerfisins og tryggi …
25. nóvember 2025

Viðskiptaráð styður frumvarp um afnám stimpilgjalda og fagnar framlagningu þess. Stimpilgjöld hækka viðskiptakostnað á fasteignamarkaði og sýnt hefur verið fram á að stimpilgjöld hafi skaðlegri áhrif á velferð en aðrar tegundir skattheimtu þar sem aukinn viðskiptakostnaður dregur úr veltu og raskar …
25. nóvember 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar stöðumat og valkosti fyrir stefnu um opinbera þjónustu. Ráðið telur að stöðug endurskoðun þurfi að eiga sér stað á því hvort hið opinbera þurfi að sinna allri þeirri þjónustu sem það gerir í dag. Jafnframt hefur ráðið áhyggjur af hraðri aukningu útgjalda til …
19. nóvember 2025

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til þess að viðhalda stöðugu og öflugu hvatakerfi fyrir nýsköpun. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins um drög að frumvarpi um breytingar á stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki. Mikilvægt er að tryggja að stuðningskerfið sé einfalt, skilvirkt og fyrirsjáanlegt.
13. nóvember 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi um breytingar á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Ráðið fagnar frumvarpinu sem jákvæðu fyrsta skrefi í heildarendurskoðun lagaumhverfis nýsköpunar, en gerir jafnframt athugasemdir við tiltekin ákvæði um styrkhæfi aðkeyptrar þjónustu, …
10. nóvember 2025

Viðskiptaráð telur að frumvarpsdrög að breytingum á samkeppnislögum feli í sér afturför að ýmsu leyti. Hækkun veltumarka er óveruleg auk þess sem að aðrar tillögur ganga of langt, auka flækjustig, kostnað og valdheimildir stjórnvalda án þess að brýn nauðsyn liggi fyrir. Frumvarpið gengur víða lengra …
7. nóvember 2025

Innleiðing viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) hefur þegar haft veruleg áhrif á íslenskt atvinnulíf og samkeppnishæfni landsins. Viðskiptaráð leggur áherslu á að útfærsla kerfisins taki mið af sérstöðu Íslands sem eyríkis, þar sem flug og sjóflutningar eru forsenda verðmætasköpunar. …
6. nóvember 2025

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um hátternisreglur í raforkuviðskiptum sem miðar að því að tryggja gagnsæi og traust á heildsölumarkaði með raforku. Ráðið fagnar markmiðum frumvarpsins og því að tekið hafi verið mið af fyrri ábendingum þess, en leggur jafnframt áherslu á að …
6. nóvember 2025

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi sem felur í sér einföldun á afgreiðslu atvinnuleyfa og breytingar á reglum um dvalarleyfi námsmanna. Í umsögn ráðsins er lögð áhersla á mikilvægi samræmingar og skilvirkni í stjórnsýslu útlendingamála, afnám óþarfa umsagnarskyldu og skýrari …
5. nóvember 2025

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn um frumvarp sem miðar að því að einfalda regluverk í tengslum við erlendar fjárfestingar. Ráðið bendir á tækifæri til úrbóta með því að afnema skattskyldu söluhagnaðar erlendra aðila og tryggja samkeppnishæfari skattframkvæmd til að laða að aukna erlenda fjárfestingu …
4. nóvember 2025
Sýni 1-20 af 469 samtals