Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið – ekki gengið nógu langt

Viðskiptaráð Íslands hefur lengi barist fyrir því að opinbert eignarhald á RÚV verði lagt af og stofnunin einkavædd. En Í ljósi þess að ekki er vilji til þess meðal stjórnvalda er afar mikilvægt að tekið verði alfarið fyrir þátttöku RÚV á samkeppnismörkuðum, t.a.m. á auglýsingamarkaði. Því miður þá er það eingöngu ætlunin með þessu frumvarpi að setja takmarkarnir á slíka þátttöku. Fyrir slíku banni eru margvísleg rök en Samkeppniseftirlitið benti m.a. á það í nýlegu áliti sínu að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði er ein veigamikil ástæða fyrir því að ekki séu fleiri öflugar stjónvarpsstöðvar hér á landi en raun ber vitni og eignarhald þeirra ekki dreifðara. Með brotthvarfi RÚV af þeim markaði myndi, að mati Samkeppniseftirlitsins, skapast svigrúm fyrir aðra aðila að fóta sig á markaðnum sem myndi án efa efla samkeppni og fjölga valkostum neytenda.

Af þessum sökum gerir Viðskiptaráð umtalsverðar athugsemdir við frumvarpið og hefur þeim verið komið áleiðis til menntamálanefndar. Á meðal þess sem ráðið gerir athugasemdir við er að RÚV verði heimilt að selja auglýsingar til birtingar á vef sínum, að nefskatturinn verði hækkaður, að RÚV verði heimilt að afla kostunar við sýningu stórviðburða, að RÚV verði heimilt að niðurgreiða almannaþjónustuna með tekjum úr samkeppnisrekstri og að núgildandi skilgreining á útvarpsþjónustu í almannaþágu sé ekki þrengd umtalsvert.  Umsögn Viðskiptaráð við frumvarpið má nálgast hér.

Aðrar umsagnir Viðskiptaráðs, sem eru orðnar hátt á fjórða tug á yfirstandandi löggjafarþingi, má nálgast hér.

Tengt efni

Umsagnir

Betri leiðir færar á fjölmiðlamarkaði

Viðskiptaráð telur að líta verði til heildarsamhengis á fjölmiðlamarkaði þegar ...
14. jan 2020
Umsagnir

Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið – ekki gengið nógu langt

Viðskiptaráð Íslands hefur lengi barist fyrir því að opinbert eignarhald á RÚV ...
19. des 2008
Fréttir

Mikilvægt að takmarka verulega umsvif RÚV á auglýsingamarkaði

Meirihluti menntamálanefndar hefur nú skilað
3. sep 2010