Æskilegt að kanna möguleikann á lausasölulyfjum í almennum verslunum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2022. Með tillögu þessari ályktar Alþingi að setja stefnu í lyfjamálum á Íslandi fram til ársins 2022 og skal meginmarkmið hennar vera tryggt aðgengi að lyfjum, gæði, virkni og öryggi lyfja og skynsamleg og hagkvæm notkun lyfja. Eitt af þeim atriðum sem nefnd eru til þess að ná framangreindu markmiði er að kanna hvort æskilegt sé að heimila að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum.

Hefur ráðið áður fjallað um sölu lausasölulyfja í verslunum og tekur sérstaklega undir það að kanna megi hvort æskilegt sé að heimila að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum. Vonar ráðið að ráðist verði í slíka vinnu. Slík breyting myndi bæta aðgengi einstaklinga að lyfjum hérlendis og stuðla að aukinni samkeppni. Auk þess væri hún í samræmi við lagaumhverfið í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við.

Umsögnina má í heild sinni lesa hér


Tengt efni

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% ...
18. jún 2024

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022