Allskonar fyrir kjarasamninga - en ekki alla?

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um áform um lagabreytingar vegna stuðnings stjórnvalda við gerð kjarasamninga. Jákvætt er að stjórnvöld leggi sig fram um að stuðla að virkni og friði á vinnumarkaði. Í því skyni stendur til að leggja fram þrjú lagafrumvörp um skref til afnáms verðtryggingar, jöfnun lífeyrisréttinda og stuðning við öflun íbúðarhúsnæðis. Engu að síður eru þær breytingar sem ráðast á í ekki endilega jákvæð skref og vill ráðið koma eftirfarandi á framfæri:

  1. Heimilin kjósa, án opinberra inngripa, óverðtryggð lán í meira mæli og allar líkur eru á að það haldi áfram ef hagstjórnin fer ekki úr böndunum með verðbólguskoti. Æskilegt er að sú þróun haldi áfram án þeirra takmarkana sem boðaðar eru. Líklegt er að viðmið um vísitölu neysluverðs án húsnæðis sé skaðlegt neytendum og jafnvel lánveitendum vegna meiri sveiflna.
  2. Jöfnun lífeyrisréttinda er í grunninn jákvæð en þó er varhugavert hve mikið launatengd gjöld hafi aukist á undanförnum áratugum og spyrja má hvort iðgjöld séu orðin of há.
  3. Óskynsamlegt er að halda áfram að beina fé inn á eftirspurnarhlið húsnæðismarkaðarins þar sem það skilar sér fyrst og fremst í verðhækkunum sem getur gengið gegn markmiðum frumvarpsins. Beinar og almennar skattalækkanir auk stuðnings við framboðshliðina væru æskilegri.

Lesa umsögn

Tengt efni

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022

Regluráð - sameiginlegur flötur?

Hægðarleikur ætti að vera fyrir ríkisstjórnarflokkana að bæta umhverfi ...
10. nóv 2021

Tækifæri til breytinga

Ríkisstjórnin hélt, en það þýðir það ekki að allt þurfi að vera eins og á ...
30. sep 2021