Beinn fjárhagsstuðningur fremur en hækkun húsnæðisbóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um húsnæðisbætur. Með frumvarpinu er lagt til að stuðningur stjórnvalda við leigjendur íbúðarhúsnæðis verði aukinn og að ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun almennra húsaleigubóta færist frá sveitarfélögunum til ríkisins en greiðsla sérstakra húsaleigubóta verði áfram hjá sveitarfélögum.

Umsóknina í heild sinni má nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Frumvarpið gengur þvert á nýlega úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skatt- og bótakerfinu hér á landi. Með frumvarpinu er lagt til að útgjaldatengdar húsnæðisbætur verði hækkaðar í stað þess að dregið verði úr þeim.
  • Hækkun húsnæðisbóta til leigjenda er illa til þess fallin að ná markmiðum stjórnvalda um aukinn stuðning við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Þess í stað er hún til þess fallin að skila leigusölum meiri ábata en leigjendum í formi hærra leiguverðs.
  • Að mati ráðsins er eðlilegast að umsjón bæði almennra og sértækra húsleigubóta sé á höndum fjármála- og efnahagsráðuneytisins – sem fer nú þegar með umsjón vaxtabótakerfisins – til að umsjón með húsnæðistengdum stuðningi stjórnvalda verði á einum stað.
  • Ráðið hvetur stjórnvöld til að hverfa frá núverandi áformum um hækkun húsnæðisbóta. Þess í stað ætti að draga úr slíkum stuðningi og taka fremur upp beinan fjárhagsstuðning sem einskorðast við efnaminni fjölskyldur.

Tengt efni

Greinar

Bjart yfir Svörtuloftum

Fyrir utan að sviðsmyndir bankans endurspegla óvissuna illa með því að vera á ...
27. mar 2020
Fréttir

Úttekt AGS áfellisdómur yfir húsnæðisstefnu stjórnvalda

Stuðningur stjórnvalda vegna húsnæðismála er afar flókinn, hvetur til of hárrar ...
14. des 2015
Umsagnir

Fjölgun stuðningskerfa ekki til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar Alþingis vegna ...
19. jan 2016