Breytingar á lögum um virðisaukaskatt til bóta

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar um frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpi þessu er ætlað að minnka álag á skattyfirvöld og draga úr reglubyrði smærri aðila með aukna skilvirkni fyrir augum. Viðskiptaráð telur frumvarpið mjög til bóta og vel til þess fallið að ná fram markmiðum sínum.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Í frumvarpinu er lagt til að veltumörk fyrir þá sem eru undanþegnir virðisaukaskattskyldu verði hækkuð úr 1.000.000 í 2.000.000 kr. Ákvæði þetta felur í sér töluverða einföldun fyrir lítil fyrirtæki og bætir rekstrarumhverfi þeirra. Með því að hækka veltumörkin njóta fleiri fyrirtæki þess hagræðis sem ákvæðið felur í sér.
  • Í núgildandi lögum er kveðið á um að ef virðisaukaskattsskyld velta skráningarskyldra aðila sé minni en 3.000.000 kr. á ári sé ráðherra heimilt að kveða í reglugerð á um lengra uppgjörstímabil og annað greiðslufyrirkomulag. Með frumvarpinu er lagt til að fjáhæðamörkin verði hækkuð í 4.000.000 kr. Viðskiptaráð telur þessa breytingu einnig vera til bóta og til þess fallna að einfalda rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja.
  • Þar sem að framangreindar fjárhæðir eru ekki vísitölutengdar hvetur Viðskiptaráð til þess að ákvæðin verði tekin til endurskoðunar innan fárra ára svo að markmið frumvarpsins haldist í raun og verði ekki að engu.

Tengt efni

Ósamkeppnishæft skattkerfi á krítískum tímapunkti

Hugveitan Tax Foundation hefur birt árlega útgáfu um vísitölu samkeppnishæfni ...
9. nóv 2020

Klasastefna

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna ...
11. jún 2015

Breyting á lögum um Landsvirkjun

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis um ...
27. nóv 2013