Einföldun regluverks atvinnulífsins fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps sem miðar að því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Breytingarnar einfalda lagaum­hverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Einnig eru lagðar til breytingar sem er ætlað að sporna við kennitöluflakki.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur meðal annars fram:

  • Viðskiptaráð fagnar því að til standi að einfalda regluverk atvinnulífsins og vonast til að stjórnvöld haldi áfram á sömu braut. Að mati ráðsins fela breytingarnar í sér töluverða einföldun, auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og minnka óþarfa kostnað.
  • Í frumvarpinu eru m.a. lagðar til breytingar vegna undirbúnings rafrænnar fyrirtækjaskrár. Vonast ráðið til þess að skráin verði tekin í gagnið sem fyrst. Með henni verður t.d. hægt að skrá félög og breytingar samdægurs í stað þess að það taki sjö til tíu virka daga.
  • Þær breytingar sem miða að því að sporna við kennitöluflakki eru hóflegar og leggst ráðið því ekki gegn samþykkt þeirra. Þó telur Viðskiptaráð mikilvægt að árétta að lagabreytingar sem eiga að stemma stigu við kennitöluflakki séu ekki óþarflega íþyngjandi. Aðgerðir gegn kennitöluflakki mega ekki verða til þess að skerða athafnafrelsi og viðskiptamöguleika þeirra sem stunda eðlilega viðskiptahætti. Slíkar aðgerðir kunna að draga úr vexti íslensks atvinnulífs, hamla nýsköpun og koma niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.

Tengt efni

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022

Stjórnvöld efni loforð sín og setji aukinn kraft í einföldun regluverks

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um tímasetta aðgerðaáætlun um ...
3. feb 2022

Hagkvæmari leikreglur til bættra lífskjara

Regluverk leggst þyngst á smærri fyrirtæki, þar sem þau hafa síður bolmagn til ...
7. jan 2021