Einkarétti fasteignasala mótmælt

Viðskiptaráð Íslands kom á framfæri ábendingum við áform um breytingu á lögum nr. 75/2015, um sölu fasteigna og skipa. Með áformunum er meðal annars lagt til að fasteignasalar fái einkarétt til sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við þann hluta áformana er snýr að umræddum einkarétti.

Með lögum um sölu fasteigna og skipa sem tóku gildi 2015 var afnuminn einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja á þeim grundvelli að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja en öðrum, svo sem endurskoðendum og viðskiptafræðingum. Fyrirliggjandi áform leggja til að horfið verði frá fyrri breytingum að hluta og er Viðskiptaráð mótfallið slíkri breytingu þar sem ráðið telur ljóst að hér eigi enn sömu sjónarmiða að gæta einungis um fjórum árum síðar.

Áformin eru rökstudd með þeim hætti að einkarétturinn myndi tryggja að umrædd félög yrðu aðeins seld af fasteignasölum sem eru tilkynningarskyldir skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskiptaráð tekur undir mikilvægi þess að hindra peningaþvætti en vandséð er þó hvernig fasteignasalar eigi á grundvelli þess að öðlast einkarét til sölu umræddra félaga, þar sem fasteignasalar eru langt í frá eina stéttin sem er tilkynningarskyld þegar kemur að peningaþvætti. Lesa umsögn hér.

Tengt efni

Bæta þarf úr annmörkum og leggja mat á áhrif

Umsögn Viðskiptaráðs, SA og SI um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum ...
24. mar 2022

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022

Þess vegna á að selja hlut í Íslandsbanka

Áhætta, mikill fórnarkostnaður og vaxandi samkeppni eru meðal ástæðna fyrir því ...
22. jan 2021