Fjárlög - hagkerfið í járnum

Lesa umsögn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 og frumvarp um breytingar á tekjuskatti. Fjárlögin endurspegla og ráðast af stefnu stjórnvalda í ýmsum málefnum og því fjallar umsögnin ekki einungis um atriði er snúa beinlínis að ríkisfjármálum, heldur einnig stefnu stjórnvalda í víðara samhengi.

Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru:

  • Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppnishæfni í fyrsta sætið. Í því skyni er hægt að lækka launakostnað, sem er með því hæsta sem gerist í Evrópu, og lækka tryggingagjald enn meira. Einnig hvetur ráðið til hraðari og meiri lækkunar bankaskatts.
  • Flest bendir til þess að staðan í efnahagslífinu sé þung um þessar mundir og má segja að hagkerfið sé í járnum. Vísbendingar eru um að þróunin á næsta ári verði óhagfelldari en frumvarpið gerir ráð fyrir.
  • Forgangsraða ætti fjármunum í fjárfestingu og grunnþjónustu. Auka þarf fjárfestingar og því ættu stjórnvöld að skoða til hlítar kosti samvinnuleiðar (PPP).
  • Tekjuskattsbreytingar ættu að stuðla að sátt og fagnar Viðskiptaráð öllum skattalækkunum en vekur athygli á að skattar á einstaklinga á Íslandi eru þeir næsthæstu meðal OECD ríkja.
  • Grænir skattar til að sporna gegn loftslagsbreytingum ættu að vera tekjuhlutlausir fyrir ríkissjóð þannig að aðrir skattar lækki til mótvægis t.d. svo að áhrif skattana á mengun sé enn meiri.
  • Stundum virðist sem áherslur þeirra sem fjalla um opinber fjármál séu ekki í takt við það sem er í húfi. Gott dæmi um slíkt ójafnvægi má finna í fjölmiðlaumfjöllun um veiðigjald sem skilar um 3% af því sem virðisaukaskattur skilar í ríkissjóð en samt virðist sem umfjöllun um veiðigjald sé jafnvel meiri.

Lesa umsögn

Sjá nýlegar umsagnir Viðskiptaráðs um ríkisfjármál: Fjárlög 2019, frumvörp í tengslum við fjárlög 2019, fjármálaáætlun 2020-2024, breytingar á fjármálastefnu 2018-2020.

Tengt efni

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021

Komið að viðspyrnu í ríkisfjármálum

Sem betur fer er tilefni til að færa áherslu ríkisfjármála í auknum mæli að því ...
14. apr 2021

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: ...
15. nóv 2019