Fjárlög 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög 2016 til fjárlaganefndar Alþingis. Ráðið fagnar áherslu á hraða niðurgreiðslu skulda og að hluta aukningar skatttekna sé skilað til baka í formi skattalækkana. Hins vegar valda hratt vaxandi útgjöld áhyggjum - raunar svo mikið að séu nýjustu launabreytingar meðtaldar geta fjárlögin tæplega talist hallalaus.

Þá er slakað á aðhaldskröfu í öðrum útgjöldum þrátt fyrir að efnahagsleg rök hnígi að því að auka hana. Ráðið hvetur stjórnvöld til að finna leiðir til að draga úr opinberum útgjöldum í frumvarpinu í meðförum þingsins. Í því samhengi má horfa til fjölmargra tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem enn bíða innleiðingar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022