Forsendur fjárlagafrumvarps 2017: fjórar breytingatillögur

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017. Ráðið telur frumvarpið heilt yfir vera til bóta en leggur þó til breytingar á einstökum ákvæðum þess.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. fram:

  • Það vekur furðu Viðskiptaráðs að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í frumvarpinu og hvetur til þess að því verði breytt. Áður hefur komið fram við lagasetningu að stjórnvöld hyggist beita sér fyrir frekari lækkun tryggingagjalds á komandi árum og jafnframt hafa stjórnvöld og SA gert með sér samkomulag þess efnis í tengslum við gerð kjarasamninga.
  • Viðskiptaráð leggst gegn hækkun ýmissa krónutöluskatta umfram almennar verðlagsbreytingar. Að mati ráðsins mun sú hækkun leiða til hækkunar verðlags sem skilar sér í aukinni verðbólgu og grefur þannig undan efnahagslegum stöðugleika.
  • Gert er ráð fyrir töluverðum hækkunum eftirlitsgjalds til fjármögnunar reksturs Fjármálaeftirlitsins. Viðskiptaráð hvetur til þess að horfið verði frá svo skörpum hækkunum. Sérstaklega ef litið er til þess að rekstrarkostnaður eftirlitsins fer hækkandi á sama tíma og bankakerfið hér á landi fer minnkandi.
  • Að lokum nefnir ráðið að mörk barna- og vaxtabóta ætti að haldast óbreytt frá fyrra ári í stað þeirra breytinga sem lagðar eru til. Í framhaldinu ættu stjórnvöld að taka barna- og vaxtabótakerfið til gagngerrar endurskoðunar.

Tengt efni

Villur hjá verðlagseftirliti ASÍ

Verðlagseftirlit ASÍ hefur birt úttekt um að verðlækkanir vegna afnáms ...
8. maí 2015

Kjararáð stuðlar enn að upplausn á vinnumarkaði

Viðskiptaráð skorar á nýtt Alþingi að grípa tafarlaust til ráðstafana og draga ...
22. des 2017

Sjónarhóll, HÍ og VÍ í samstarf

Verslunarráð Íslands hefur gert samning við Sjónarhól og félagsvísindadeild ...
9. nóv 2004