Hagnýting internetsins og réttarvernd netnotenda

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttarvernd netnotenda og leggur til að tillagan nái fram að ganga.

Í tillögu atvinnuvegnanefndar er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa starfshóp til að móta stefnu um að skapa Íslandi vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt því að verja réttindi netnotenda og gera nauðsynlegar lagabreytingar til að innleiða stefnuna. Viðskiptaráð telur mikilvægt fyrir lítil og afskekkt lönd á borð við Ísland að viðhalda góðum tengingum við alþjóðlega markaði. Slíkar tengingar eru grundvöllur vaxtar og framgangs alþjóðlegrar starfsemi hérlendis. Ráðið leggur áherslu á að hagsmunir notenda séu hafðir í fyrirrúmi við endurbætur á löggjöfinni, án þess þó að réttindi rétthafa séu virt að vettugi eða opnað sé fyrir flæði ólöglegs efnis.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Greiðslumiðlun Schrödingers

„Með frumvarpinu er ekki einungis verið að veita Seðlabankanum heimild til að ...
4. mar 2024

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024