Hálfsannleikur og fylgnivilla í styttingu vinnuvikunnar

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp til styttingar dagvinnutíma. Frumvarpið felur í sér að almennur vinnutími sé styttur úr átta klukkustundum í sjö eða um 12,5%. Viðskiptaráð tekur undir að með styttri vinnutíma getur skapast ýmis konar ávinningur og styður að því leyti markmið frumvarpsins. Aftur á móti er frumvarpið byggt á hæpnum forsendum og gæti haft neikvæðar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf. Því leggst ráðið gegn því að það nái fram að ganga.

  • Með nokkurri einföldun má segja að framleiðni þurfi að aukast um 14% ef viðhalda á sömu verðmætasköpun ef vinnutími styttist almennt um 12,5%. Slík framleiðniaukning þekkist vart og því er raunhæft að stytting vinnuvikunnar leiði til efnahagssamdráttar ef hún er ekki útfærð á skynsamlegan hátt.
  • Markmiðið með aukinni framleiðni á að vera að auka verðmætasköpun í hagkerfinu og ólíklegt er að það takist við það að stytta einfaldlega vinnutíma á móti því það er líklegt til að draga úr verðmætasköpun. Skynsamlegra er að fara hina leiðina og auka framleiðni til að skapa svigrúm til styttri vinnutíma.
  • Nýjar hagtölur og upplýsingar benda til að tölur um langan vinnutíma Íslendinga, sem frumvarpið byggir á, séu rangar og ofmeti jafnvel vinnutíma hér á landi.
  • Það á að vera í höndum aðila vinnumarkaðarins að semja um vinnutíma samhliða launum og öðru sem kveðið er á um í kjarasamningum. Opinber inngrip geta haft ófyrirséðar og neikvæðar afleiðingar líkt og sagan sýnir og því mætti frekar kanna að afnema lög um 40 stunda vinnuviku.
  • Það eru frekar vísbendingar um að vöxtur framleiðni hafi verið meiri á árunum áður en lög um styttingu vinnuvikunnar tóku gildi árið 1972 heldur en árin á eftir.

Lesa umsögn í heild sinni.

Tengt efni

Þriggja daga helgi

Hlutfall vinnu og frítíma er ekkert náttúrulögmál, en stytting vinnutíma þarf að ...
6. sep 2022

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022

Kjósendur eru skarpari en stjórnmálamenn

Miðað við staðreyndapróf Viðskiptaráðs eru kjósendur skarpari en stjórnmálamenn, ...
23. sep 2021