Hálfsannleikur og fylgnivilla í styttingu vinnuvikunnar

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp til styttingar dagvinnutíma. Frumvarpið felur í sér að almennur vinnutími sé styttur úr átta klukkustundum í sjö eða um 12,5%. Viðskiptaráð tekur undir að með styttri vinnutíma getur skapast ýmis konar ávinningur og styður að því leyti markmið frumvarpsins. Aftur á móti er frumvarpið byggt á hæpnum forsendum og gæti haft neikvæðar afleiðingar á íslenskt efnahagslíf. Því leggst ráðið gegn því að það nái fram að ganga.

  • Með nokkurri einföldun má segja að framleiðni þurfi að aukast um 14% ef viðhalda á sömu verðmætasköpun ef vinnutími styttist almennt um 12,5%. Slík framleiðniaukning þekkist vart og því er raunhæft að stytting vinnuvikunnar leiði til efnahagssamdráttar ef hún er ekki útfærð á skynsamlegan hátt.
  • Markmiðið með aukinni framleiðni á að vera að auka verðmætasköpun í hagkerfinu og ólíklegt er að það takist við það að stytta einfaldlega vinnutíma á móti því það er líklegt til að draga úr verðmætasköpun. Skynsamlegra er að fara hina leiðina og auka framleiðni til að skapa svigrúm til styttri vinnutíma.
  • Nýjar hagtölur og upplýsingar benda til að tölur um langan vinnutíma Íslendinga, sem frumvarpið byggir á, séu rangar og ofmeti jafnvel vinnutíma hér á landi.
  • Það á að vera í höndum aðila vinnumarkaðarins að semja um vinnutíma samhliða launum og öðru sem kveðið er á um í kjarasamningum. Opinber inngrip geta haft ófyrirséðar og neikvæðar afleiðingar líkt og sagan sýnir og því mætti frekar kanna að afnema lög um 40 stunda vinnuviku.
  • Það eru frekar vísbendingar um að vöxtur framleiðni hafi verið meiri á árunum áður en lög um styttingu vinnuvikunnar tóku gildi árið 1972 heldur en árin á eftir.

Lesa umsögn í heild sinni.

Tengt efni

Umsagnir

Stytting vinnuviku skref í átt til miðstýringar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til laga ...
23. feb 2016
Greinar

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Flestir hafa fengið þessa spurningu ...
31. júl 2008
Greinar

​Sátt að loknum samningum

Þeir farsælustu hafi kunnað að tefla fram ákveðinni málamiðlun þannig að allir ...
27. des 2018