
Í umsögninni kemur meðal annars eftirfarandi fram:
- Ísland er eina landið innan EES sem ekki hefur afnumið einkarétt ríkisins á sviði póstþjónustu og því tímabært að stíga skrefið til fulls.
- Stjórnvöld eru hvött til að huga að breyttu eignarhaldi á Íslandspósti hf. enda margvíslegar áskoranir sem fylgja því að starfrækja fyrirtæki í opinberri eigu á samkeppnismarkaði.
- Viðskiptaráð telur að skilgreina ætti grundvallarmarkmið alþjónustu á póstmarkaði til framtíðar með þeim hætti að umgjörð stuðli að gagnsæi á markaði og virku samkeppnisumhverfi, tryggi viðunandi alþjónustu með lágmarkskostnaði fyrir hið opinbera og stuðli að hagkvæmum rekstri og eignarhaldi á póstmarkaði. Afnám einkaréttar er fyrsta skrefið í átt að því að ofangreindum markmiðum sé náð.
Umsögnina í heild sinni má nálgast hér