Jafnlaunavottun: tvenns konar réttmæt sjónarmið togast á

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp um jafnlaunavottun. Að mati ráðsins togast á tvenns konar réttmæt sjónarmið þegar kemur að frumvarpinu. Annars vegar ber að fagna aðgerðum sem miða að auknu jafnrétti kynjanna. Hins vegar ætti ávallt að reyna að lágmarka kostnað vegna regluverks. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir að nálgast þetta viðfangsefni með framsæknum hætti. Að því sögðu er ekki síður mikilvægt að lagasetning sé eins hagnýt og frekast er unnt. Í umsögninni leggur ráðið til breytingar sem væru til þess fallnar að skapa breiðari sátt um frumvarpið. Þá er jafnframt mikilvægt að stjórnvöld gangi fram af röggsemi hvað aðrar umbætur í átt að launajafnrétti varðar. Ísland hefur verið í framvarðarsveit kynjajafnréttis og brýnt er að svo verði áfram.

Lesa má umsögnina í heild sinni hér.

Tengt efni

Áform megi ekki draga úr framboði lána

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á þinglýsingalögum o.fl. vegna ...
6. sep 2022

Þess vegna á að selja hlut í Íslandsbanka

Áhætta, mikill fórnarkostnaður og vaxandi samkeppni eru meðal ástæðna fyrir því ...
22. jan 2021

Er krónan nógu sterk til að vera sterk?

Hagsmunir allra eru að koma í veg fyrir ofris krónunnar sem leiðir til ...
9. jún 2021