Jákvæðar en ófjármagnaðar breytingar í frumvarpi um almannatryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður að mestu leyti breytingar frumvarpsins. Ráðið gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir og að ekki sé kveðið á um að samstarfsverkefni skuli sett af stað til þess að innleiða starfsgetumat í stað örorkumats.

Lesa umsögnina í heild

Í umsögninni kemur m.a. fram:

  • Viðskiptaráð fagnar því að hækka eigi lífeyristökualdur úr 67 árum í 70 ár og að auka eigi við sveigjanleika þegar það kemur að starfslokum. Jafnframt telur ráðið til bóta þær breytingar sem eiga að einfalda almannatryggingakerfið.
  • Ekki er kveðið á um að sett skuli af stað samstarfsverkefni um að þróa leiðir til að innleiða starfsgetumat í stað örorkumats, líkt og gert var í frumvarpsdrögunum. Leggur ráðið til að ákvæði það sem var í furmvarpsdrögunum verði bætt við frumvarpið á ný. Að mati ráðsins hafa ekki komið fram sjónarmið sem réttlæta það að hverfa frá þessari breytingu sem væri til bóta fyrir samfélagið í heild.
  • Í frumvarpinu er ekki er lögð til leið til að fjármagna þær breytingar sem kveðið er á um en áætlaður kostnaður vegna þeirra nemur um 33 ma. kr. fram til ársins 2027. Lögð er fram áætlun um að hækkun tryggingargjalds þyrfti að nema 0,45% til að þær skili ríkissjóði ekki tapi. Viðskiptaráð hvetur til þess að breytingarnar verði fjármagnaðar m.a. með niðurskurði opinberra útgjalda í stað hækkun tryggingagjalds.

Tengt efni

Skýrsla Viðskiptaþings 2024 - Hið opinbera: Get ég aðstoðað?

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til ...
8. feb 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til ...
8. feb 2024

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022