Lækkun tryggingagjalds og afnám pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar fagnaðarefni

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld. Ráðið telur breytingarnar sem frumvarpið kveður á um vera til bóta. Að mati Viðskiptaráðs er sérstaklega brýnt að tryggingagjald verði lækkað og pöntunarþjónusta Fríhafnarinnar ehf. aflögð.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Tryggingagjald er skattur sem leggst á fyrirtæki óháð því hvort þau skila hagnaði eða tapi í rekstri sínum og getur því skapað þeim þungar byrðar.
  • Tryggingagjald leggst sérstaklega þungt á minni fyrirtæki, þar sem launakostnaður er hlutfallslega hærri, fyrirtæki í mannaflsfrekri starfsemi og sprotafyrirtæki.
  • Lækkun tryggingagjalds er mikilvægur liður í því að tryggja að fyrirtæki geti mætt þeim miklu launahækkunum sem nýlegir kjarasamningar kveða á um.
  • Viðskiptaráð fagnar því að með frumvarpinu sé lagt til að Fríhöfninni ehf. verði óheimilt að reka pöntunarþjónustu í komuverslun Fríhafnarinnar. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þessari braut og leggur til að eftirfarandi breytingar verði jafnframt gerðar á fyrirkomulagi fríhafnarverslunar hérlendis:
  1. Fríhöfnin ehf. verði lögð niður. Einkaaðilum verði alfarið eftirlátið að sjá um verslunarþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. ÁTVR geti þó boðið í leigu verslunarrýmis til að selja áfengi og tóbak.
  2. Komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði aflögð. Önnur útfærsla væri að afnema opinbera meðgjöf komuverslunarinnar svo hún greiði sömu opinberu gjöld og aðrir smásalar.

Tengt efni

Afnema þarf að fullu einokunarverslun ríkisins á smásölu með áfengi

Einokunarstaða ÁTVR hefur þær afleiðingar að kraftar samkeppni leiða ekki til ...
4. mar 2021

Í fótspor Leifs Eiríkssonar - landvinningar í viðskiptum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður til morgunverðarfundar þann 9. október ...
9. okt 2012

Hádegisverðarfundur um Transatlantic Trade & Investment Partnership (TTIP)

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar ...
9. okt 2014