Lög um helgidagafrið óeðlileg takmörkun á einstaklingsfrelsi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp um brottfall laga um helgidagafrið. Með frumvarpinu er lagt til að lög um helgidagafrið nr. 32/1997 falli brott. Viðskiptaráð styður frumvarpið.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Lög um helgidagafrið takmarka frelsi einstaklinga til atvinnurekstrar eða skemmtana án þess að fullnægjandi rök fyrir slíkum takmörkunum séu til staðar. Að mati Viðskiptaráðs eiga einstaklingar að njóta sama frelsis alla daga ársins – hvort sem stjórnvöld kjósa að skilgreina þá sem sem helgidaga eður ei.
  • Óeðlilegt verður að telja að hefðir eins trúfélags réttlæti kvaðir á alla einstaklinga í þjóðfélaginu – óháð því hvort þeir séu í viðkomandi trúfélagi eða ekki.
  • Alþingi er jafnframt hvatt til að auka sveigjanleika vegna frítöku í tengslum við helgidaga. Þannig ætti að gera launþegum og vinnuveitendum kleift að taka frí vegna helgidaga öðrum hvorum megin við aðliggjandi helgar og tryggja þannig að dagarnir nýtist þeim með sem bestum hætti.

Tengt efni

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Bæta þarf úr annmörkum og leggja mat á áhrif

Umsögn Viðskiptaráðs, SA og SI um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum ...
24. mar 2022

Endurskoða þarf ákvæði um kyrrsetningu loftfars

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um loftferðir.
3. feb 2022