Mikilvægt að virkja atvinnuleitendur

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í frumvarpinu er lagt til að sveitarfélögum verði heimilað að setja í reglur sínar skilyrði um virkni þeirra sem eru vinnufærir en fá fjárhagsaðstoð. Viðskiptaráð styður frumvarpið og telur eðlilegt að slíkur áskilnaður sé lögfestur.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Brýnt er að stjórnvöld tryggi að útgjöld vegna fjárhagslegs stuðnings nái markmiðum sínum um að aðstoða þá sem þiggja slíkan stuðning við að taka virkari þátt í samfélaginu.
  • Frumvarpið hefur jákvæð áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Áætlað er að áhrif til lækkunar á útgjöldum sveitarfélaga geti numið á bilinu 100-150 m.kr. á ári. 

Tengt efni

Stjórnvöld nýta ekki undanþágur atvinnulífinu til hagsbóta

Umsögn VÍ og SA um drög að frumvarpi til laga um breytinga á lögum um ...
6. des 2022

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022