Misheppnuð tilraun til að draga úr ókostum verðtryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu þar sem lagt er til að miðað sé við vísitölu neysluverðs án húsnæðis við útreikninga á verðtryggðum lánum og sparnaði. Verðtryggingu fylgja ýmsir ókostir og því er góðra gjalda vert að leita leiða til að draga úr þeim. Frumvarpið er hins vegar ekki til þess fallið að draga úr ókostum verðtryggingar og fyrir því eru einkum þrjár ástæður:

  1. Sagan sýnir að verðbólga án húsnæðisliðar er mun sveiflukenndari sem þýðir að lán og greiðslubyrði verðtryggðra lána myndi sömuleiðis vera sveiflukenndari.
  2. Líklegt er að verðtryggðir vextir myndu hækka og þannig þurrka út þann ávinning sem heimili kunna að hafa.
  3. Ef horft er rúmlega 10 ár aftur í tímann er greinilegt að breytingin gæti verið bjarnargreiði við skuldara.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022

Kjósendur eru skarpari en stjórnmálamenn

Miðað við staðreyndapróf Viðskiptaráðs eru kjósendur skarpari en stjórnmálamenn, ...
23. sep 2021