Nýjar tillögur um þunna eiginfjármögnun of íþyngjandi

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna breytingartillagna við frumvarp til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum. Með breytingartillögum við frumvarpið eru m.a. sett fram ákvæði sem eiga að sporna við svokallaðri þunnri eiginfjármögnun. Að mati Viðskiptaráðs er mikilvægt að vinna gegn þunnri eiginfjármögnun en ráðið telur breytingartillögur þessar ganga of langt.

Í tillögunum er ekki stuðst við þau viðmið sem lögð eru til í umbótatillögum sem verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu skilaði til Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Einnig er gengið lengra en lagt var til í skýrslu starfshóps sem skipaður var af fjármála- og efnahagsráðuneytinu um reglur þunnrar eiginfjármögnunar. Jafnframt fela breytingartillögurnar í sér innleiðingu á tilskipun ESB með meira íþyngjandi hætti en þörf krefur.

Þá er ekki skýrt að takmörkun vegna vaxtafrádráttar eigi einungis við um lánaviðskipti milli tengdra aðila í mismunandi löndum heldur virðist takmörkunin einnig eiga við um tengda aðila sem báðir hafa starfsemi hér á landi. Skýra ætti orðalag ákvæðisins svo að ekki fari milli mála að einungis sé átt við lánaviðskipti milli móður- og dótturfélags sem ekki eru staðsett í sama ríki.

Lesa umsögnina í heildTengt efni

Umsagnir

Skattasniðganga takmörkuð með frumvarpi um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis ...
18. ágú 2016
Umsagnir

Frumvarp um þunna eiginfjármögnun

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar ...
18. nóv 2013
Umsagnir

Samkeppnishæfni skerðist með íslenskum sérreglum

Í 2. gr. frumvarpsdraganna er lagt til að 4. málsl. 5. mgr. 57. gr. tskl. um ...
16. apr 2018