Samkeppnishæfni skerðist með íslenskum sérreglum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna frekari aðgerða gegn skattundanskotum og skattsvikum (hert skatteftirlit og -rannsóknir, aukin upplýsingaöflun o.fl.).

Í 2. gr. frumvarpsdraganna er lagt til að 4. málsl. 5. mgr. 57. gr. tskl. um undanþágu frá skjölunarskyldu vegna viðskipta milli tveggja innlendra lögaðila verði felld.

Bendir ráðið meðal annars á að í frumvarpsdrögunum sem lögð hafa verið fram nú er ekki að finna neina skýringu á því hvers vegna þessi sjónarmið eiga ekki við í dag, tæpum þremur árum eftir að undanþágan var leidd í lög. Þær skýrslur sem greinargerð frumvarpsins vísar til hafa ekki að geyma efnislega umfjöllun um breytinguna, hvorki þörfina að baki henni né heldur með hvaða hætti undanþágan gengur í berhögg við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Þá liggur ekki fyrir álit frá ESA um þessa undanþágu, líkt og með 1. gr. frumvarpsdraganna. Þvert á móti þá töldu þýskir dómstólar árið 2013 að sambærileg undanþága færi ekki gegn Evrópurétti.

Viðskiptaráð leggur til að frumvarpsdrögin verði endurskoðuð með tilliti til athugasemda ráðsins.

Lesa umsögn í heild sinni.

Tengt efni

Fréttir

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020
Umsagnir

Eignarhaldsskorður ganga á rétt jarðeigenda

Sérhvert inngrip í markaði eru til þess fallin að skekkja verðmætamat og auka ...
4. mar 2020
Greinar

Peningasendingar frá hálaunalandinu

Ein afleiðingin af fjölgun innflytjenda er stökkbreyting peningasendinga milli ...
10. mar 2020