Skaðleg áhrif stimpilgjalda á húsnæðismarkaðinn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tvö frumvörp er snúa að lækkun og afnámi stimpilgjalds vegna fasteignaviðskipta. Stimpilgjöld hækka viðskiptakostnað á fasteignamarkaði og niðurstöður rannsókna benda til þess að skatturinn hafi skaðlegri áhrif á velferð en aðrar tegundir skattheimtu. Aukinn viðskiptakostnaður dregur úr veltu og raskar verðmyndun á einum stærsta, ef ekki stærsta, eignamarkaði á Íslandi. Það dregur úr sveigjanleika og getu heimila til þess að bregðast við breyttum aðstæðum t.d. vegna barneigna eða atvinnu. Viðskiptaráð er því eindregið fylgjandi því að frumvörpin hljóti brautargengi.

Umsögnina má í heild sinni lesa hér.

Tengt efni

Fundur um gjaldeyrishöft: Afnám á einu ári?

Í gærmorgun stóðu Viðskiptaráð Íslands og Samtök iðnaðarins fyrir vel sóttum ...
16. des 2011

Afnám vörugjalda og stimpilgjalda fagnaðarefni

Viðskiptaráð Íslands telur áform viðskiptaráðherra um afnám vörugjalda og ...
25. okt 2007

Af hverju er það neytendum í hag að banna ekki uppgreiðslugjöld af húsnæðislánum?

Í yfirlýsingu sinni frá því um helgina lagðist Viðskiptaráð Íslands gegn ...
29. okt 2007