Skaðleg áhrif stimpilgjalda á húsnæðismarkaðinn

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tvö frumvörp er snúa að lækkun og afnámi stimpilgjalds vegna fasteignaviðskipta. Stimpilgjöld hækka viðskiptakostnað á fasteignamarkaði og niðurstöður rannsókna benda til þess að skatturinn hafi skaðlegri áhrif á velferð en aðrar tegundir skattheimtu. Aukinn viðskiptakostnaður dregur úr veltu og raskar verðmyndun á einum stærsta, ef ekki stærsta, eignamarkaði á Íslandi. Það dregur úr sveigjanleika og getu heimila til þess að bregðast við breyttum aðstæðum t.d. vegna barneigna eða atvinnu. Viðskiptaráð er því eindregið fylgjandi því að frumvörpin hljóti brautargengi.

Umsögnina má í heild sinni lesa hér.

Tengt efni

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Skaðleg áhrif stimpilgjalda

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um afnám stimpilgjalda.
29. jan 2018

Stimpilgjöld hægja á fasteignamarkaði

Stimpilgjöld draga úr velferð og líklegt er að fasteignamarkaður hefði tekið ...
22. okt 2019