Tækifæri til hagræðingar í breytingum á þinglýsingarlögum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til innanríkisráðuneytisins vegna breytinga á þinglýsingarlögum. Með drögunum er lagður grundvöllur að rafrænum þinglýsingum skjala en nái frumvarpið fram að ganga verður mögulegt að þinglýsa öllum skjölum rafrænt.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Brýnt er að breyta þunglamalegu kerfi yfir í hraðvirka og notendavæna rafræna þjónustu sem er í samræmi við það sem gerist í nágrannaríkjum Íslands. Gæta þarf að þessi vinna taki ekki of langan tíma og hvetur ráðið stjórnvöld til þess að flýta vinnu við innleiðingu algjörlega sjálfvirks kerfis. 
  • Í greinargerð kemur fram að fyrst um sinn verði aðeins veðskjölum og fylgiskjölum þeirra þinglýst rafrænt en eftir því sem verkefninu vindur fram megi fjölga tegundum skjala sem þinglýsa megi rafrænt með breytingum á reglugerð. Að mati Viðskiptaráðs ætti að liggja fyrir skýr tímalína fyrir innleiðingu rafrænna þinglýsinga.
  • Mikilvægt er að umrædd reglugerð verði uppfærð eins fljótt og unnt er þannig að þinglýsa megi sem flestum tegundum skjala með rafrænum hætti. 
  • Ef vel tekst til verða flestar þinglýsingar rafrænar og því mögulegt fyrir eitt sýslumannsembætti að sjá um allar þinglýsingar. Þessari breytingu fylgir gott tækifæri til rekstrarhagræðingar en ráðið hefur fjallað um ítarlega um mikilvægi þess að auka framleiðni í opinberum rekstri til að nýta megi skattfé með sem bestum hætti.

Tengt efni

Rafrænar skuldaviðurkenningar verði ekki einskorðaðar við neytendur

Umsögn Viðskiptaráðs við frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar (mál ...
10. maí 2023

Virkjum fallega

Skiptar skoðanir eru um raforkuframleiðslu á Íslandi. Dæmin sanna að ...
24. ágú 2022

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022