Tekjuskattsbreytingar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Frumvarpið kveður m.a. á um það að tilvísun til leiðbeininga OECD um milliverðlagningu verði felld brott. Viðskiptaráð gerir ekki athugasemd við þessa breytingu en leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmd milliverðlagsreglna hérlendis sé sambærileg því sem gerist annars staðar.
  • Viðskiptaráð telur það vera breytingu til bóta að liður þar sem fjallað er um lögaðila sem teljast tengdir vegna eignarhalds eða stjórnunarlegra yfirráða einstaklinga sem tengjast fjárhagslegum böndum í gegnum sameiginleg viðskipti og fjárfestingar verði felldur brott. Ráðið tekur einnig undir sjónarmið sem reifuð eru í greinargerð með frumvarpinu um að erfitt gæti reynst að skilgreina hvenær lögaðilar teljist tengdir skv. ákvæðinu.
  • Enn fremur telur Viðskiptaráð rétt að efnahags- og viðskiptanefnd beiti sér fyrir breytingum á ákvæðum 57. gr. tekjuskattslaga þannig að fjárhæðarviðmiðið sem kveðið er á um í 5. mgr. verði hækkað úr einum milljarði til samræmis við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Enn fremur telur ráðið að nefndin ætti að beita sér fyrir því að viðskipti milli tengdra innlendra aðila verði undanþegin skjölunarskyldu.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér 

Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Fasteignaskattar og hnignun hornskrifstofunnar

Gæti verið að í framtíðinni verði stór hluti vinnu sumra unninn inni á heimilum? ...
10. mar 2022