Breyting á lögum um greiðsluþjónustu

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu (9. mál).

Þrátt fyrir að Viðskiptaráð sé í grunninn sammála frumvarpshöfundum um mikilvægi neytendaverndar og þess að draga úr skuldsetningu íslenskra heimila þá tekur ráðið ekki undir réttmæti frumvarps þessa. Líkt og komið er inná í ítarlegri umsögn SFF við frumvarp þetta þá gildir sambærilegt kerfi hér og í langflestum ríkjum EES-svæðisins og byggir það m.a. einmitt á ströngum reglum til að tryggja gagnsæi fyrir neytendur.

Þá virðist gæta ákveðins misskilnings í frumvarpinu s.s. um að viðskiptaskilmálar færsluhirða banni tiltekna valkosti móttakenda korta. Auk þess eru breytingar á núgildandi regluverki fyrirsjáanlegar vegna breytinga innan ESB, sem rétt væri að rýna frekar þegar að þeim kemur í stað þess að innleiða séríslenskar reglur. Að lokum er farið ítarlega yfir grundvöll forsendna frumvarpsins um lækkun vöruverðs í umsögn SFF sem óþarft er að endurtaka hér.

Viðskiptaráð leggur því til að frumvarpið nái ekki fram að ganga.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Ungt fólk fjölmennti á fræðslufund um fjárfestingar

Í gær fór fram fræðslufundur um fjárfestingar í Háskólanum í Reykjavík. Að ...
8. okt 2021

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020