Þingsályktunartillaga um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum (7. mál). Viðskiptaráð leggur til að tillagan verði samþykkt.

Heilt yfir tekur Viðskiptaráð undir með flutningsmönnum tillögunnar um mikilvægi þessa máls. Þrátt fyrir að krónan endurspegli að miklu leyti undirliggjandi umsvif í þjóðarbúskapnum þá getur sjálfstæð peningastefna og sveigjanlegt gengi verið í sjálfu sér uppspretta sveiflna fremur en tæki til að jafna sveiflur. Hvað það varðar hefur m.a. komið fram í riti Seðlabankans að rekja megi allt að 40% verðlagsþróunar hér á landi til gengissveiflna íslensku krónunar.

Það er því full ástæða til að leita annarra leiða í gjaldmiðilsmálum til lengri tíma. Staða peningamála er ein af lykilástæðum þess að Viðskiptaráð hefur talað fyrir því að samningaferli vegna aðildarumsóknar að ESB verði klárað og málið til lykta leitt með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020

Þingsályktunartillaga um sölu ríkiseigna jákvætt skref

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um sölu ...
3. mar 2017

Þingsályktunartillaga um mótun viðskiptastefnu Íslands

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar ...
6. nóv 2013