Lagafrumvarp um tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps fyrir árið 2014

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014 (2. mál).

Heilt yfir má segja að frumvarp þetta sé tíðindalítið miðað við sambærileg frumvörp undanfarin ár, eins og skattayfirlit Viðskiptaráðs ber með sér. Þó er vert að nefna nokkur atriði, bæði almenn en einnig sértæk. Hvað fyrri flokkinn varðar má í fyrsta lagi nefna hversu hengugt það er að frumvörp af þessum toga séu lögð fram á Alþingi svona tímanlega. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að þessu leyti til eftirbreytni.

Í öðru lagi eru efni til að fagna áherslum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í skattamálum, þar sem einfaldleika og skilvirkni er gert hátt undir höfði, þó áhrifa hennar gæti aðeins að takmörkuðu leyti í frumvarpi þessu. Hvað þetta varðar vill undirritaður benda nefndinni á nýlega áfangaskýrslu starfshóps um skattamál fyrirtækja. Þar er að finna margvíslegar tillögur að einföldun á skattkerfi atvinnulífsins án þess að höggva skarð í tekjur ríkissjóðs.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.