Vanhugsuð leið að vænu markmiði

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp til nýrra umferðarlaga. Viðskiptaráð sendi á fyrri stigum málsins samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu umsögn um málið þann 10. ágúst síðastliðinn.

Viðskiptaráð fagnar þeim breytingum sem gerðar voru á frumvarpinu í kjölfar umsagnarinnar. Með þeim var stigið mikilvægt skref í átt til framtíðar með því að gera ráð fyrir tæknibreytingum sem fyrirséðar eru á næstu árum og áratugum en nýmæli í 76. gr. laganna heimilar prófanir á sjálfkeyrandi ökutækjum á Íslandi. Viðskiptaráð vill þó ítreka nokkur atriði úr fyrri umsögn sinni sem ráðið telur að taka hefði átt tillit til áður en frumvarpið kom til kasta þingsins. Þar ber hæst að nefna takmörkun umferðar en ráðið telur hana vera vanhugsaða leið að vænu markmiði.

Lesa umsögn í heild sinni.

Tengt efni

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021

Engin framtíðarsýn í frumvarpi til umferðarlaga

Viðskiptaráð telur mikilvægt að horft sé til framtíðar við setningu nýrra ...
23. ágú 2018

Frestun frumvarps um RÚV

Menntamálanefnd Alþingis ákvað nú fyrir helgi að fresta afgreiðslu frumvarps um ...
22. des 2008