Veiðigjöld

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld. Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar á innheimtu veiðigjalds og lagt til að það verði ákveðið til þriggja ára í senn.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Mikilvægt er að þjóðin njóti arðs af auðlindum landsins, en um þetta sjónarmið ríkir almenn sátt þó deilt sé um fyrirkomulag slíks arðs.
  • Við skattlagningu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja ætti að líta til þess hvernig samskonar skattlagningu er hagað í öðrum ríkjum. Skattlagning umfram það sem gengur og gerist annars staðar skerðir óhjákvæmilega samkeppnishæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem eru í alþjóðlegri samkeppni.
  • Viðskiptaráð telur óheppilegt að byggja reiknigrunn veiðigjalds á tölfræðilegu úrtaki Hagstofunnar í ljósi þess að upplýsingarnar eru að jafnaði ekki yngri en tveggja ára og ná því ekki að endurspegla breytingar í sjávarútvegi sem geta bæði verið miklar og átt sér stað á skömmum tíma.
  • Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að unnið verði að framtíðarlausn í samráði við helstu hagsmunaaðila. Arður af auðlindum landsins verður aðeins hámarkaður með því að búa viðkomandi atvinnugreinum hagfelld rekstrarskilyrði til lengri tíma.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022

Viljandi misskilningur

Hvort er hærra, skattur á launatekjur eða fjármagn?
6. sep 2022

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022