Viðskiptalífið taki forystu í loftslagsmálum

Ríkisstjórnin kynnti í haust Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Viðskiptaráð vill leggja sitt af mörkum til að markmið áætlunarinnar náist. Stuðningur ráðsins veltur hins vegar að töluverðu leyti á því að aðgerðir sem fela í sér álagningu gjalda komi ekki niður á íslensku viðskiptalífi og verði tekjuhlutlausar.

Að sama skapi kallar ráðið eftir að tillögurnar 34 verði greindar með tilliti til vænts árangurs og kostnaðar. Til að undirstrika vilja ráðsins til að koma að loftslagsmálum með afgerandi hætti hefur ráðið komið á fót umhverfishópi Viðskiptaráðs, þar sem fulltrúar viðskiptalífsins munu meðal annars vinna að Aðgerðaáætlun viðskiptalífsins í loftslagsmálum. Stefnt er að fyrstu útgáfu áætlunarinnar á fyrri hluta næsta árs.

Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

• Viðskiptaráð vill leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum áætlunarinnar
• Viðskiptalífið, hið opinbera og almenningur verða að vinna saman til að ná markmiðunum
• Nauðsynlegt er að kostnaðar- og ábatagreina tillögurnar í áætluninni hið fyrsta
• Gjöld sem lögð verða á til að ná markmiði áætlunarinnar verða að vera tekjuhlutlaus
• Viðskiptaráð telur bann á nýskráningu bensín- og díselbíla skiljanlegt en misráðið
• Þær aðgerðir sem gripið verður til mega ekki skerða samkeppnishæfni íslensks viðskiptalífs
• Viðskiptaráð vill koma með beinum hætti að annarri útgáfu áætlunarinnar og Loftslagsráði

Lesa umsögn í heild sinni.

Tengt efni

Forgangsraða þarf aðgerðum í loftslagsmálum

Nauðsynlegt er að kostnaðar- og ábatagreinaþær aðgerðir sem ráðast á í svo hægt ...
5. okt 2020

Græn prik og gráar gulrætur

Mikil tækifæri eru til að bæta úr beitingu grænna skatta og ívilnana, og þannig ...
16. feb 2020

Forgangsröðun í þágu verðmætasköpunar

Á þessum tímapunkti þurfa stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum til ...
20. okt 2020