100 ára afmæli Viðskiptaráðs Íslands


Við hlökkum til að sjá þig!

Setja afmælishátíð 21. september í dagatalið mitt

---

Þann 17. september nk. hefur Viðskiptaráð starfað í heila öld.

Hátíðarrit um sögu Viðskiptaráðs ásamt gestaskrifum um framtíðarhorfur viðskipta á Íslandi lítur dagsins ljós í september. Heimildarmynd um Viðskiptaráð verður jafnframt sýnd á RÚV um svipað leyti.

Í tilefni afmælisins stendur ráðið einnig fyrir verkkeppni (e. case competition) í fyrsta sinn. Verkkeppnin mun samanstanda af 4-5 manna liðum sem hafa eina helgi (15. - 17. september) til þess að móta og kynna svarhugmynd við spurningunni „Hvernig verður Ísland tæknivæddasta þjóð í heimi árið 2030?”.

Er verkkeppnin haldin í samstarfi við HR og HÍ en umsóknir eru opnar öllum skólum, deildum og námsfögum. Sigurvegarar verkkeppninnar verða svo tilkynntir á opnum viðburði Viðskiptaráðs í Háskólabíói þann 21. september nk., þar sem Dominic Barton, meðeigandi hjá McKinsey & Company á heimsvísu, flytur fyrirlestur.

Að öllu þessu loknu þarf að taka fram ballskóna og hylla síðustu 100 ár ráðsins í góðum félagsskap. Afmælishátíðin sjálf fer fram þann 21. september í Silfurbergi Hörpu og er miðasala hafin á viðburðinn. Smellið endilega á hnappinn hér að neðan til þess að tryggja ykkur miða.

Kaupa miða á afmælishátíð í Hörpu

Hvenær: 21. september 2017 kl. 18.00

Hvar: Silfurberg Hörpu


Tengt efni

Samkeppni í breyttri heimsmynd

Viðskiptaráð telur að í ljósi breytts umhverfis viðskipta og verslunar, m.a. ...
20. sep 2017

Dagskrá Viðskiptaþings 2018

Dagskrá Viðskiptaþings 2018 er nú kynnt til leiks og skartar glæsilegum hópi ...
13. feb 2018

Vel heppnaður tengslaviðburður hjá Marel

Tengslaviðburðurinn NÝ-SKÖPUN-NÝ-TENGSL fór fram í tíunda skipti í gærkvöldi. Að ...
23. maí 2018