Lög á viðskiptalífið?

Staðsetning: Grand Hótel kl. 8:30 - 9:45

Verslunarráð í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík mun standa fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 18. febrúar kl. 8:30-9:45 á Grand Hótel þar sem athyglinni verður beint að óskráðum fyrirtækjum.

Umræðan um stjórnarhætti fyrirtækja hefur snúist að miklu leyti um skráð félög en minna hefur verið rætt um óskráð félög. Lítil og meðalstór fyrirtæki gegna hins vegar veigamiklu hlutverki í viðskiptalífinu og því mikilvægt að huga að stjórnarháttum þeirra.

Framsögumenn á fundinum verða:


Árni Harðarson
, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. 
Mette Neville, prófessor við lagadeild Viðskiptaháskólans í Árósum.
Elfar Aalsteinsson, framkvæmdastjóri.

Er löggjöf um ehf. og hf. í samræmi við þarfir atvinnulífsins?
Að hverju þarf að hyggja við setningu reglna um óskráð fyrirtæki?
Hvernig á að efla stjórnarhætti í óskráðum fyrirtækjum?  

Hugmyndir hafa komið fram hjá stjórnvöldum um að setja ítarlegri lög um stjórnarhætti nær allra fyrirtækja í landinu. Á fundinum verður rakið hvernig nágrannaþjóðir okkar hafa beinlínis lagt áherslu á að draga úr regluverki til að örva athafnamennsku. Erum við að stefna í þveröfuga átt?

Árni Harðarson mun fjalla um íslenskan veruleika. Árni er formaður nýrrar nefndar Verslunarráðs sem fjallar um stjórnun og stjórnarhætti (corporate governance) óskráðra fyrirtækja. 

Mette Neville hefur rannsakað stjórnarhætti fyrirtæki og þá sérstaklega stjórnarhætti lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hún er einn fremsti fræðimaður Norðurlanda á þessu sviði og situr m.a. í stjórn Danish Corporate Governance Network. Mette mun m.a. fjalla um hver nálgunin ætti að vera við lagasetningu hér á landi miðað við reynsluna í Danmörku. Fyrirlestur Mette verður á ensku.

Elfar Aðalsteinsson mun fjalla um það hvernig það er að stofna fyrirtæki í íslensku umhverfi. Er erfiðara að stofna einkahlutafélag í dag? Han mun einnig fjalla um hvort reglur hamli rekstri fyrirtækja í dag. Er verið að íþyngja litlum fyrirtækjum? Þurfa lítil og meðalstór fyrirtæki meiri sveigjanleika?

Tengt efni

UFS leiðbeiningar gefnar út á íslensku

Viðskiptaráð tekur þátt í útgáfu leiðbeininga um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja ...
14. feb 2020

Vinnustaðasamningar fyrirtækja

Vinnustaðasamningar fyrirtækja. Eiga vinnustaðasamningar alltaf við? Er ...
28. sep 2004

Erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi

Verslunarráð Íslands í samvinnu við Kauphöll Íslands stendur fyrir ...
20. okt 2004